Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íþróttadeild Vísis skrifar 21. mars 2024 22:12 Albert Guðmundsson var maður leiksins í sigri Íslands. David Balogh - UEFA/UEFA via Getty Images Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Íslenska liðið spilaði vel stærstan hluta leiksins og gekk á lagið í seinni hálfleik eftir að Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald á 73. mínútu fyrir brot á Arnóri Sigurðssyni. Þrátt fyrir að ísraelska liðið hafi fengið tvær vítaspyrnur í leiknum var sigur íslenska liðsins þó öruggur og Ísland mætir því Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Einkunnir Íslands í leiknum: Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður 7 Gat lítið gert í marki Ísraela. Stóð sína vakt annars vel og átti góða vörslu eftir rétt tæplega klukkutíma leik. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður 7 Átti fína spretti upp vinstri kantinn og skilaði varnarvinnunni vel. Lítið hægt að setja út á hans frammistöðu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 6 Gaf Ísraelum víti á 29. mínútu. Vann sig betur inn í leikinn í seinni hálfleik en hefur klárlega átt betri daga. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður (fyrirliði) 7 Lagði upp annað mark Íslands þegar hann skallaði hornspyrnu Alberts Guðmundssonar aftur fyrir sig. Stóð vaktina í vörninni vel og var oft og tíðum mættur sem fremsti maður til að reyna að vinna skallabolta og valda usla inni á teig. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 8 Traustur og sterkur í bakverðinum eins og svo oft áður. Skilar sér oft vel að hafa stóran og sterkan mann eins og Guðlaug Victor í bakverðinum. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður 7 Iðinn og ákveðinn inni á miðsvæðinu. Hljóp úr sér lungun og virðist vera þroskaður leikmaður miðað við aldur. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 8 Kom Íslandi í 2-1 með góðu skoti á 42. mínútu. Fór meiddur af velli á 62. mínútu eftir góða frammistöðu. Arnór Sigurðsson, vinstri kantur 6 Átti fína spretti í leiknum og fiskaði rauða spjaldið á Roy Revivo. Tekinn af velli þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Fór lítið fyrir honum og var tekinn af velli í hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji 6 Fékk algjört dauðafæri á 28. mínútu sem hann náði einhvernveginn að setja framhjá eftir skot frá Arnóri Sig. Albert Guðmundsson, framherji 9 (maður leiksins) Jafnaði metin í 1-1 með frábæru aukaspyrnumarki á 39. mínútu og skoraði þriðja mark Íslands á 82. mínútu eftir sendingu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Fullkomnaði svo þrennuna á 87. mínútu og var í raun allt í öllu í sóknarleik Íslands. Augljóst að liðið hefur saknað hans. Varamenn: Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson í hálfleik 6 Gaf vítaspyrnu á 79. mínútu og var heppinn að spyrnan fór framhjá. Átti stóran þátt í fjórða marki Íslands þegar skot hans hrökk út í teiginn og Albert kláraði. Andri Lucas Gudjohnsen kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 62. mínútu 6 Var iðinn í sóknarleiknum og tvisvar nálægt því að koma sér í fín færi. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 62. mínútu 6 Fljótur að hugsa í þriðja marki Íslands og tók aukaspyrnuna snemma sem setti Albert í gegn. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira
Íslenska liðið spilaði vel stærstan hluta leiksins og gekk á lagið í seinni hálfleik eftir að Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald á 73. mínútu fyrir brot á Arnóri Sigurðssyni. Þrátt fyrir að ísraelska liðið hafi fengið tvær vítaspyrnur í leiknum var sigur íslenska liðsins þó öruggur og Ísland mætir því Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Einkunnir Íslands í leiknum: Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður 7 Gat lítið gert í marki Ísraela. Stóð sína vakt annars vel og átti góða vörslu eftir rétt tæplega klukkutíma leik. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður 7 Átti fína spretti upp vinstri kantinn og skilaði varnarvinnunni vel. Lítið hægt að setja út á hans frammistöðu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 6 Gaf Ísraelum víti á 29. mínútu. Vann sig betur inn í leikinn í seinni hálfleik en hefur klárlega átt betri daga. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður (fyrirliði) 7 Lagði upp annað mark Íslands þegar hann skallaði hornspyrnu Alberts Guðmundssonar aftur fyrir sig. Stóð vaktina í vörninni vel og var oft og tíðum mættur sem fremsti maður til að reyna að vinna skallabolta og valda usla inni á teig. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 8 Traustur og sterkur í bakverðinum eins og svo oft áður. Skilar sér oft vel að hafa stóran og sterkan mann eins og Guðlaug Victor í bakverðinum. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður 7 Iðinn og ákveðinn inni á miðsvæðinu. Hljóp úr sér lungun og virðist vera þroskaður leikmaður miðað við aldur. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 8 Kom Íslandi í 2-1 með góðu skoti á 42. mínútu. Fór meiddur af velli á 62. mínútu eftir góða frammistöðu. Arnór Sigurðsson, vinstri kantur 6 Átti fína spretti í leiknum og fiskaði rauða spjaldið á Roy Revivo. Tekinn af velli þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Fór lítið fyrir honum og var tekinn af velli í hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji 6 Fékk algjört dauðafæri á 28. mínútu sem hann náði einhvernveginn að setja framhjá eftir skot frá Arnóri Sig. Albert Guðmundsson, framherji 9 (maður leiksins) Jafnaði metin í 1-1 með frábæru aukaspyrnumarki á 39. mínútu og skoraði þriðja mark Íslands á 82. mínútu eftir sendingu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Fullkomnaði svo þrennuna á 87. mínútu og var í raun allt í öllu í sóknarleik Íslands. Augljóst að liðið hefur saknað hans. Varamenn: Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson í hálfleik 6 Gaf vítaspyrnu á 79. mínútu og var heppinn að spyrnan fór framhjá. Átti stóran þátt í fjórða marki Íslands þegar skot hans hrökk út í teiginn og Albert kláraði. Andri Lucas Gudjohnsen kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 62. mínútu 6 Var iðinn í sóknarleiknum og tvisvar nálægt því að koma sér í fín færi. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 62. mínútu 6 Fljótur að hugsa í þriðja marki Íslands og tók aukaspyrnuna snemma sem setti Albert í gegn. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira