Embiid meiddist á hné í 119-107 tapi 76ers gegn Golden State Warriors í lok janúar á þessu ári og var þetta því hans fyrsti leikur í deildinni í rúma tvo mánuði.
Kamerúninn sýndi úr hverju hann er gerður í leik næturinnar og skoraði 24 stig fyrir lið sitt á þeim tæplega hálftíma sem hann spilaði.
Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda, en liðin skiptust alls tólf sinnum á því að hafa forystuna. Gestirnir frá Oklahoma náðu mest þrettán stiga forskoti, en að lokum höfðu heimamenn í Philadelphia 76ers betur, 109-105.
🏀 TUESDAY'S FINAL SCORES 🏀
— NBA (@NBA) April 3, 2024
Joel Embiid scores 24 in his return to the lineup as the @sixers top the West-leading Thunder!
Kelly Oubre Jr.: 25 PTS, 5 3PM, 6 REB
Tobias Harris: 18 PTS, 5 3PM, 6 REB, 4 AST
Chet Holmgren: 22 PTS, 3 3PM, 7 REB pic.twitter.com/ayKyS5yKkv
Úrslit næturinnar
Milwaukee Bucks 113-117 Washington Wizards
Los Angeles Lakers 128-111 Toronto Raptors
New York Knicks 99-109 Miami Heat
Oklahoma City Thunder 105-109 Philadelphia 76ers
Houston Rockets 106-113 Minnesota Timberwolves
Celveland Cavaliers 129-113 Utah Jazz
San Antonio Spurs 105-110 Denver Nuggets
Los Angeles Clippers 95-109 Sacramento Kings
Dallas Mavericks 100-104 Golden State Warriors