Erlent

Etna blæs ó­trú­legum reykhringjum

Árni Sæberg skrifar
Reykhringirnir eru tilkomumiklir.
Reykhringirnir eru tilkomumiklir. Giuseppe Di Stefano/AP

Eldfjallið Etna á Sikiley, stærsta virka eldfjall í Evrópu, hefur blásið fallegum reykhringjum síðan á miðvikudag. Eldfjallafræðingur segir ekkert fjall hafa blásið jafnmörgum hringjum og Etna gerir nú.

Hringirnir myndast þegar gas rís hratt upp úr eldfjalli í gegnum hringlaga gosop. Eitt slíkt opnaðist á Etnu á þriðjudag. Myndskeið frá Associated Press má sjá í spilaranum hér að neðan:

Eldfjallafræðingurinn Boris Behncke hjá eldfjallastofnun Ítalíu, INGV, segir í færslu á Facebook að lengi vel hafi verið vitað að ekkert eldfjall á jörðinni blási jafnmörgum reykhringjum og Etna.

Nú slái Etna öll sín fyrri met með því að blása hundruðum ef ekki þúsundum hringja á dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×