„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. apríl 2024 22:04 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn Vísir / Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin þrjú og frammistöðu Vals í 1. umferð Bestu deildarinnar. „Mér fannst frammistaðan heilt yfir hrikalega flott. Við komum sterkir inn í leikinn og stjórnuðum honum frá upphafi til enda. Það var bara á síðustu mínútunum sem þeir fóru að þrýsta okkur niður,“ sagði Arnar Grétarsson og hélt áfram, „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður. Það var skítakuldi, vindur og völlurinn var þurr. Það er mun erfiðara að spila fótbolta við þessar aðstæður heldur en við hefðbundnar aðstæður. Ég var ánægður með hvernig við létum boltann rúlla og við sköpuðum fullt af færum.“ Valsmenn voru einu marki yfir í hálfleik og að mati Arnars sköpuðu hans menn töluvert af færum og hefðu átt að vera með meira en eins marks forystu. „Mér fannst við skapa nóg til að skora fleiri en eitt mark. Mér fannst það halda áfram í síðari hálfleik. Ég man að Gylfi fékk ágætis færi og hann er ekki vanur því að klikka. Við fengum fullt af færum sem var jákvætt og þeir sköpuðu sér lítið og voru lítið með boltann.“ „Við erum alveg rólegir. Þetta var fyrsti leikur og er gott að vera búinn að fara í gegnum hann vegna þess að þetta eru erfiðir leikir og erfiðar aðstæður.“ Aðspurður um frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar sagði Arnar að hún hafi verið mjög góð. „Mér fannst hún mjög góð og mér fannst liðið standa sig mjög vel. Mér fannst hann standa sig vel þar sem hann kom sér í nokkur fín færi og skoraði gott mark. Gylfi stóð sig vel eins og ég átti von á og við erum að upplifa á hverjum degi á æfingum. Það er bara ánægjulegt fyrir okkur að hann sé að verða betri og betri ásamt öðrum leikmönnum.“ Arnar hrósaði Patrick Pedersen sem skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild þegar hann kom Val yfir í fyrri hálfleik. „Það er gott að hafa hann þegar að hann er í standi. Það var gott að hann hafi byrjaði mótið á að skora. Mér finnst liðið þannig samsett að við getum fengið mörk úr mörgum áttum sem er gott að þurfa ekki að einblína á einn eða tvo leikmenn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum. Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan heilt yfir hrikalega flott. Við komum sterkir inn í leikinn og stjórnuðum honum frá upphafi til enda. Það var bara á síðustu mínútunum sem þeir fóru að þrýsta okkur niður,“ sagði Arnar Grétarsson og hélt áfram, „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður. Það var skítakuldi, vindur og völlurinn var þurr. Það er mun erfiðara að spila fótbolta við þessar aðstæður heldur en við hefðbundnar aðstæður. Ég var ánægður með hvernig við létum boltann rúlla og við sköpuðum fullt af færum.“ Valsmenn voru einu marki yfir í hálfleik og að mati Arnars sköpuðu hans menn töluvert af færum og hefðu átt að vera með meira en eins marks forystu. „Mér fannst við skapa nóg til að skora fleiri en eitt mark. Mér fannst það halda áfram í síðari hálfleik. Ég man að Gylfi fékk ágætis færi og hann er ekki vanur því að klikka. Við fengum fullt af færum sem var jákvætt og þeir sköpuðu sér lítið og voru lítið með boltann.“ „Við erum alveg rólegir. Þetta var fyrsti leikur og er gott að vera búinn að fara í gegnum hann vegna þess að þetta eru erfiðir leikir og erfiðar aðstæður.“ Aðspurður um frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar sagði Arnar að hún hafi verið mjög góð. „Mér fannst hún mjög góð og mér fannst liðið standa sig mjög vel. Mér fannst hann standa sig vel þar sem hann kom sér í nokkur fín færi og skoraði gott mark. Gylfi stóð sig vel eins og ég átti von á og við erum að upplifa á hverjum degi á æfingum. Það er bara ánægjulegt fyrir okkur að hann sé að verða betri og betri ásamt öðrum leikmönnum.“ Arnar hrósaði Patrick Pedersen sem skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild þegar hann kom Val yfir í fyrri hálfleik. „Það er gott að hafa hann þegar að hann er í standi. Það var gott að hann hafi byrjaði mótið á að skora. Mér finnst liðið þannig samsett að við getum fengið mörk úr mörgum áttum sem er gott að þurfa ekki að einblína á einn eða tvo leikmenn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum.
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira