Netárásir geti sett fjármálakerfið á hliðina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. apríl 2024 13:14 Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. vísir/vilhelm Netógnin er stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag og sá þáttur sem gæti sett það á hliðina, að mati varaseðlabankastjóra. Hann segir nauðsynlegt að auka samhæfingu og efla varnir þar sem gervigreind sé að skala upp getu netþrjóta. Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun þar sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri, talaði með afdráttarlausum hætti um miklar áskoranir í netöryggismálum. „Stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag er netógnin. Ef ég á að benda á eithvað eitt sem gæti tekið fjármálakerfið á hliðina. Það þarf ekki að horfa nema upp í Öskuhlíð, á Háskólann í Reykjavík, sem er enn lamaður eftir netárás sem átti sér þar stað fyrir nokkrum vikum. Þar hafa nemendur ekki geta tekið próf, gögn hafa tapast og kennarar eru í stórum vanda við að finna það sem þeir þurfa að vinna með á hverjum degi,“ sagði Gunnar. Árás sem var gerð á greiðslukerfi í september 2021 sé einnig skýrt dæmi um hættuna sem er fyrir hendi. „Þá voru gerðar árásir á greiðslumiðlun, færsluhirða og banka þar sem það lá niðri í klukkutíma og það var þá ekki hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu í klukkutíma með ákveðnum greiðslukortum. Klukkutími er ekki langur tími, þannig að þetta blés yfir, en fyrir þá sem lentu í þessu var þetta óþægilegt og maður getur ímyndað sér hvernig þetta væri yfir lengri tíma,“ sagði Gunnar. „Ég held að þarna sé þetta svipað og með vatn, rafmagn og ýmsa aðra veitustarfsemi. Ef innviðirnir eru ekki með þann viðnámsþrótt sem á þarf að halda gæti hér fljótt orðið ákveðin upplausn.“ Því sé mikilvægt að Alþingi afgreiði frumvarp sem liggur nú í efnahags- og viðskiptanefnd og veitir Seðlabankanum heimild til þess að koma á fót innlendri greiðslumiðlun. Mikil áhætta sé fólgin í því að greiðslumiðlun sé háð fáum erlendum aðilum. Einnig sýni athugun seðlabankans að undirbúa þurfi verslun og þjónustu betur til þess að geta tekið við reiðufé komi til kerfishruns. Gervigreind nýtt til netárása Gunnar segir að ógnin komi einungis til með að aukast samhliða tækniframförum. „Við erum að fara horfa á fram á bæði quantum computing, [skammtatölvur] þar sem geta tölvunnar á eftir að aukast með miklum krafti, og svo er það gervigreindin sem er að skala upp getuna. Við sjáum að þeir sem eru þrjótar í þessum heimi og að beita netárásum hafa tekið þessi tæki í sína þágu. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við tökum þessari áhættu alvarlega.“ Netöryggismál heyra nú undir fimm ráðuneyti og Gunnar segir mikilvægt að auka samhæfingu og samráð til þess að tryggja þjóðaröryggi. „Þannig að við komum með skýra stefnu þegar kemur að fjármálakerfinu á Íslandi og netöryggi.“ Greiðslumiðlun Netglæpir Netöryggi Seðlabankinn Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun þar sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri, talaði með afdráttarlausum hætti um miklar áskoranir í netöryggismálum. „Stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag er netógnin. Ef ég á að benda á eithvað eitt sem gæti tekið fjármálakerfið á hliðina. Það þarf ekki að horfa nema upp í Öskuhlíð, á Háskólann í Reykjavík, sem er enn lamaður eftir netárás sem átti sér þar stað fyrir nokkrum vikum. Þar hafa nemendur ekki geta tekið próf, gögn hafa tapast og kennarar eru í stórum vanda við að finna það sem þeir þurfa að vinna með á hverjum degi,“ sagði Gunnar. Árás sem var gerð á greiðslukerfi í september 2021 sé einnig skýrt dæmi um hættuna sem er fyrir hendi. „Þá voru gerðar árásir á greiðslumiðlun, færsluhirða og banka þar sem það lá niðri í klukkutíma og það var þá ekki hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu í klukkutíma með ákveðnum greiðslukortum. Klukkutími er ekki langur tími, þannig að þetta blés yfir, en fyrir þá sem lentu í þessu var þetta óþægilegt og maður getur ímyndað sér hvernig þetta væri yfir lengri tíma,“ sagði Gunnar. „Ég held að þarna sé þetta svipað og með vatn, rafmagn og ýmsa aðra veitustarfsemi. Ef innviðirnir eru ekki með þann viðnámsþrótt sem á þarf að halda gæti hér fljótt orðið ákveðin upplausn.“ Því sé mikilvægt að Alþingi afgreiði frumvarp sem liggur nú í efnahags- og viðskiptanefnd og veitir Seðlabankanum heimild til þess að koma á fót innlendri greiðslumiðlun. Mikil áhætta sé fólgin í því að greiðslumiðlun sé háð fáum erlendum aðilum. Einnig sýni athugun seðlabankans að undirbúa þurfi verslun og þjónustu betur til þess að geta tekið við reiðufé komi til kerfishruns. Gervigreind nýtt til netárása Gunnar segir að ógnin komi einungis til með að aukast samhliða tækniframförum. „Við erum að fara horfa á fram á bæði quantum computing, [skammtatölvur] þar sem geta tölvunnar á eftir að aukast með miklum krafti, og svo er það gervigreindin sem er að skala upp getuna. Við sjáum að þeir sem eru þrjótar í þessum heimi og að beita netárásum hafa tekið þessi tæki í sína þágu. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við tökum þessari áhættu alvarlega.“ Netöryggismál heyra nú undir fimm ráðuneyti og Gunnar segir mikilvægt að auka samhæfingu og samráð til þess að tryggja þjóðaröryggi. „Þannig að við komum með skýra stefnu þegar kemur að fjármálakerfinu á Íslandi og netöryggi.“
Greiðslumiðlun Netglæpir Netöryggi Seðlabankinn Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira