Fjögurra stjörnu hótel opni við Skógarböðin Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2024 09:43 Stefnt er á að hótelið opnu árið 2026. Íslandshótel Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um hönnun, uppbyggingu og rekstur fjögurra stjörnu hótels við hlið Skógarbaðanna í Eyjafirði. Hótelið verður með 120 herbergi, fjögurra hæða, auk þakhæðar með útsýni yfir Eyjafjörðinn. Í tilkynningu kemur fram að gert sé ráð fyrir að á hótelinu verði glæsilegur veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt veglegri heilsulind. Þá sé horft til þess að stækka baðhluta Skógarbaðanna þannig að hann muni tengjast hótelinu. Reiknað sé með að fjárfestingin í hótelinu verði um fimm milljarðar króna og áætlað að það opni á vormánuðum 2026. Haft er eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela, að þetta sé virkilega spennandi verkefni sem starfsmenn Íslandshótela hlakki mikið til að takast á við og bjóða upp á úrvalsgistingu í því fagra umhverfi sem umlyki Skógarböðin. „Íslandshótel halda uppbyggingu sinni áfram og tryggja með þessu enn eina perluna í röð hótela um land allt,“ segir Davíð Torfi. Hann segir að erlendum ferðamönnum á svæðinu fjölgi jafnt og þétt allt árið um kring. „Yfir vetrarmánuðina koma einnig þúsundir Íslendinga norður til skammtímadvalar, taka þátt í íþróttamótum eða skella sér á skíði, svo eitthvað sé nefnt. Að bæta gæðahóteli við Skógarböðin fyrir þá sem heimsækja Eyjafjörð er því ekki aðeins tímabær, heldur einnig kærkomin viðbót og það verður ánægjulegt að fylgjast með áframhaldi uppbyggingu á Norðurlandi.“ Íslandshótel Þá segjast Sigríður María Hammer og Finnur Aðalbjörnsson, aðaleigendur Skógarbaðanna, afar spennt fyrir þessu verkefni. Stórhuga draumar þeirra um hótel tengt við Skógarböðin séu nú að rætast. „Við viljum gera okkar til að byggja áfram upp ferðaþjónustu á Norðurlandi, enda getur hótel hér einnig stuðlað að bættum forsendum fyrir millilandaflugi til Akureyrar. Hótelið verður staðsett í jaðri skógarins í Vaðlareit og mun hafa einstakt útsýni yfir á Akureyri og inn og út Eyjafjörðinn, lengsta fjörð Íslands. Hönnunin er glæsileg, fellur vel að umhverfinu og algjörlega í samræmi við hugmyndir okkar,“ er haft eftir þeim Sigríði og Finni. Basalt arkitektar, ein reynslumesta stofan hvað varðar hönnun hótela og baðstaða, er hönnunaraðili hótelsins. Íslandshótel rekur átján hótel með um tvö þúsund herbergi um land allt undir merkjum Fosshótel og Hótel Reykjavík. Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Akureyri Íslandshótel Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að gert sé ráð fyrir að á hótelinu verði glæsilegur veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt veglegri heilsulind. Þá sé horft til þess að stækka baðhluta Skógarbaðanna þannig að hann muni tengjast hótelinu. Reiknað sé með að fjárfestingin í hótelinu verði um fimm milljarðar króna og áætlað að það opni á vormánuðum 2026. Haft er eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela, að þetta sé virkilega spennandi verkefni sem starfsmenn Íslandshótela hlakki mikið til að takast á við og bjóða upp á úrvalsgistingu í því fagra umhverfi sem umlyki Skógarböðin. „Íslandshótel halda uppbyggingu sinni áfram og tryggja með þessu enn eina perluna í röð hótela um land allt,“ segir Davíð Torfi. Hann segir að erlendum ferðamönnum á svæðinu fjölgi jafnt og þétt allt árið um kring. „Yfir vetrarmánuðina koma einnig þúsundir Íslendinga norður til skammtímadvalar, taka þátt í íþróttamótum eða skella sér á skíði, svo eitthvað sé nefnt. Að bæta gæðahóteli við Skógarböðin fyrir þá sem heimsækja Eyjafjörð er því ekki aðeins tímabær, heldur einnig kærkomin viðbót og það verður ánægjulegt að fylgjast með áframhaldi uppbyggingu á Norðurlandi.“ Íslandshótel Þá segjast Sigríður María Hammer og Finnur Aðalbjörnsson, aðaleigendur Skógarbaðanna, afar spennt fyrir þessu verkefni. Stórhuga draumar þeirra um hótel tengt við Skógarböðin séu nú að rætast. „Við viljum gera okkar til að byggja áfram upp ferðaþjónustu á Norðurlandi, enda getur hótel hér einnig stuðlað að bættum forsendum fyrir millilandaflugi til Akureyrar. Hótelið verður staðsett í jaðri skógarins í Vaðlareit og mun hafa einstakt útsýni yfir á Akureyri og inn og út Eyjafjörðinn, lengsta fjörð Íslands. Hönnunin er glæsileg, fellur vel að umhverfinu og algjörlega í samræmi við hugmyndir okkar,“ er haft eftir þeim Sigríði og Finni. Basalt arkitektar, ein reynslumesta stofan hvað varðar hönnun hótela og baðstaða, er hönnunaraðili hótelsins. Íslandshótel rekur átján hótel með um tvö þúsund herbergi um land allt undir merkjum Fosshótel og Hótel Reykjavík.
Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Akureyri Íslandshótel Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira