„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. apríl 2024 11:39 Eldurinn í spíralinum var mest áberandi. AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan átta að staðartíma í morgun. Bæði er unnið að því að slökkva eldinn, sem og að því að bjarga verðmætum en inni í húsinu voru fjölmörg listaverk og önnur verðmæti. Klippa: Spírallinn í Børsen fellur Børsen er eitt elsta hús Kaupmannahafnar og var byggð árið 1625, hefði orðið fjögur hundruð ára á næsta ári. Enn er unnið að því að slökkva eldinn.AP/Emil Helms/Ritzau Scanpix Um tíma var búið að loka fjölmörgum umferðargötum í borginni og mynduðust langar raðir bíla þar. Í kringum bygginguna safnaðist fjöldi fólks til þess að freista þess að sjá eldtungurnar. Meðlimir danska þingsins frestuðu öllum þeirra fundum í morgun vegna brunans. Kristjánsborgarhöll, þinghúsið í Danmörku, er nálægt Børsen og þurfti að rýma hluta hallarinnar. Tilfinningarnar báru suma ofurliði þegar þeir horfðu á brunann.AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Jakob Engel-Schmidt, menningarmálaráðherra Danmerkur, segir brunann hörmung fyrir danska menningarsögu. „Þessi merki spírall, sem táknar bæði glæsileikann og gildin sem voru í huga þegar byggingin var hönnuð og sköpuð með á sínum tíma,“ segir Engel-Schmidt. Spírallinn féll að lokum.AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir atvikið vera hræðilegt. „Hluti af danskri sögu logar. Kauphöllinn er ein af merkustu byggingum Kaupmannahafnar og merki um fjögur hundruð ára viðskiptasögu Danmerkur,“ segir Mette í færslu á Facebook-síðu sinni. Brian Mikkelsen, forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur (Dansk Erhverf), segir brunann vera þjóðarhörmung. „Við hlupum inn og náðum í nokkra hluti sem skipta máli fyrir danska sögu. En það er byggingin sjálf, sem hefur verið tákn um danskt viðskiptalíf í yfir fjögur hundruð ár. Þetta er ein mikilvægasta bygging Danmerkur,“ segir Mikkelsen. Stórbruni í Børsen Danmörk Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan átta að staðartíma í morgun. Bæði er unnið að því að slökkva eldinn, sem og að því að bjarga verðmætum en inni í húsinu voru fjölmörg listaverk og önnur verðmæti. Klippa: Spírallinn í Børsen fellur Børsen er eitt elsta hús Kaupmannahafnar og var byggð árið 1625, hefði orðið fjögur hundruð ára á næsta ári. Enn er unnið að því að slökkva eldinn.AP/Emil Helms/Ritzau Scanpix Um tíma var búið að loka fjölmörgum umferðargötum í borginni og mynduðust langar raðir bíla þar. Í kringum bygginguna safnaðist fjöldi fólks til þess að freista þess að sjá eldtungurnar. Meðlimir danska þingsins frestuðu öllum þeirra fundum í morgun vegna brunans. Kristjánsborgarhöll, þinghúsið í Danmörku, er nálægt Børsen og þurfti að rýma hluta hallarinnar. Tilfinningarnar báru suma ofurliði þegar þeir horfðu á brunann.AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Jakob Engel-Schmidt, menningarmálaráðherra Danmerkur, segir brunann hörmung fyrir danska menningarsögu. „Þessi merki spírall, sem táknar bæði glæsileikann og gildin sem voru í huga þegar byggingin var hönnuð og sköpuð með á sínum tíma,“ segir Engel-Schmidt. Spírallinn féll að lokum.AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir atvikið vera hræðilegt. „Hluti af danskri sögu logar. Kauphöllinn er ein af merkustu byggingum Kaupmannahafnar og merki um fjögur hundruð ára viðskiptasögu Danmerkur,“ segir Mette í færslu á Facebook-síðu sinni. Brian Mikkelsen, forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur (Dansk Erhverf), segir brunann vera þjóðarhörmung. „Við hlupum inn og náðum í nokkra hluti sem skipta máli fyrir danska sögu. En það er byggingin sjálf, sem hefur verið tákn um danskt viðskiptalíf í yfir fjögur hundruð ár. Þetta er ein mikilvægasta bygging Danmerkur,“ segir Mikkelsen.
Stórbruni í Børsen Danmörk Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira