Brynjar pirrar sig á undirskriftum gegn Bjarna Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2024 10:22 Þó Brynjar geti ávallt gengið að traustum hópi flokkshollra Sjálfstæðismanna á Facebook-síðu sinni á hann í vök að verjast nú, hann lætur undirskriftasöfnun gegn foringjanum fara ógurlega í taugarnar á sér. Og þá er lag að skrattakollast í honum. Gunnar Smári segir Sjálfstæðisflokkinn vandamálið, ekki lausnina. vísir/vilhelm Tekið er að hægjast á söfnun undirskrifta gegn Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins en þar er því mótmælt að hann gegni stöðu forsætisráðherra. Undirskriftirnar eru orðnar 41.460 þúsund og segir Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi hann aldrei hafa séð annað eins. Undirskriftirnar fara hins vegar ógurlega í taugarnar á flokkshollum Sjálfstæðismönnum og þá ekki síst Brynjari Níelssyni. „Í okkar ágæta samfélagi snýst allt orðið um skoðanakannanir og mótmæli, ýmist með undirskriftum eða annars konar aðför að einstökum ráðherrum eða öðrum. Sumir virðast halda að það sé stjórnarskrárbundinn réttur þeirra til tjáningar að beita aðra ofbeldi, til dæmis með ógnunum eða valda fjárhagstjóni, svo lengi sem það sé gert í mótmælaskyni. Það er nú þannig samkvæmt okkar lýðræðisreglum að stjórnmálamenn sækja umboð sitt í kosningum á fjögurra ára fresti,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sína. Ljóst að margir flokkshollir eru Brynjari þakklátir fyrir skrifin en efasemdaraddirnar láta þó ekki á sér standa. Gunnar Smári er einn þeirra sem potar í Brynjar og vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé vandamálið, ekki lausnin. „Samkvæmt formanni þíns flokks eru helstu vandamál landsmanna óstjórnin í þeim málaflokkum sem hans flokksfólki hefur verið treyst fyrir: Innflytjendamál (dómsmálaráðuneytið), orkumál (umhverfis- og orkuráðuneytið) og verðbólgan (fjármálaráðuneytið). Formaðurinn þinn er því ósammála þér en sammála mótmælendum: Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lausnin, Sjálfstæðisflokkurinn er vandamálið.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Undirskriftirnar eru orðnar 41.460 þúsund og segir Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi hann aldrei hafa séð annað eins. Undirskriftirnar fara hins vegar ógurlega í taugarnar á flokkshollum Sjálfstæðismönnum og þá ekki síst Brynjari Níelssyni. „Í okkar ágæta samfélagi snýst allt orðið um skoðanakannanir og mótmæli, ýmist með undirskriftum eða annars konar aðför að einstökum ráðherrum eða öðrum. Sumir virðast halda að það sé stjórnarskrárbundinn réttur þeirra til tjáningar að beita aðra ofbeldi, til dæmis með ógnunum eða valda fjárhagstjóni, svo lengi sem það sé gert í mótmælaskyni. Það er nú þannig samkvæmt okkar lýðræðisreglum að stjórnmálamenn sækja umboð sitt í kosningum á fjögurra ára fresti,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sína. Ljóst að margir flokkshollir eru Brynjari þakklátir fyrir skrifin en efasemdaraddirnar láta þó ekki á sér standa. Gunnar Smári er einn þeirra sem potar í Brynjar og vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé vandamálið, ekki lausnin. „Samkvæmt formanni þíns flokks eru helstu vandamál landsmanna óstjórnin í þeim málaflokkum sem hans flokksfólki hefur verið treyst fyrir: Innflytjendamál (dómsmálaráðuneytið), orkumál (umhverfis- og orkuráðuneytið) og verðbólgan (fjármálaráðuneytið). Formaðurinn þinn er því ósammála þér en sammála mótmælendum: Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lausnin, Sjálfstæðisflokkurinn er vandamálið.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“