Ramos var rekinn af velli í umræddum leik í rimmu liðanna í átta liða úrslitum en Frank Aron Booker, leikmaður Vals, hafði áður slegið hendi sinni í Ramos sem féll til jarðar og brást við með því að sparka frá sér og hæfði þar Booker.
Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Ramos mun því ekki leika með Hetti í fjórða leik liðanna á Egilsstöðum í kvöld en Valur er í 2-1 forystu og getur með sigri í kvöld klárað dæmið, tryggt sér sæti í undanúrslitum.
Sigur Hattar í kvöld sér til þess að liðið tryggir sér oddaleik. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Við hefjum leika þar klukkan tíu mínútur í sjö.
