Krókur Liverpool á móti bragði Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2024 09:01 Arne Slot og Ruben Amorim eru taldir líklegastir til að taka við í Bítlaborginni. Samsett/Getty Portúgalskur blaðamaður segir fréttir um Hollendinginn Arne Slot sem mögulegan þjálfara Liverpool vera svar félagsins við óvæntum sögum um Portúgalann Rúben Amorim í vikunni. Aðrir segja tímaspursmál hvenær gengið verður frá samningum við Slot. Fyrir um viku síðan var talið líklegast að Rúben Amorim, stjóri Sporting í Portúgal, yrði næsti þjálfari Liverpool á Englandi þegar Jurgen Klopp lætur af störfum í sumar. Það hefur snarlega breyst í vikunni. Arne Slot, þjálfari Feyenoord í Hollandi, er nú talinn leiða kapphlaupið og segja breskir miðlar að Feyenoord hafi þegar hafnað tilboði Liverpool í stjórann. Rúben Amorim and his agent used West Ham’s potential interest to put pressure on Liverpool.Liverpool responded the next day by circulating rumors that Amorim’s name lost strength and that Arne Slot was the new favorite, per @brunoandrd. pic.twitter.com/37s8aLs7CI— Zach Lowy (@ZachLowy) April 24, 2024 Amorim var orðaður við stjórastarf West Ham í vikunni, sem kom mörgum á óvart vegna líkinda á því að hann tæki við stærra liði í Liverpool. Portúgalski blaðamaðurinn Bruno Andrade, sem vinnur fyrir CNN í Portúgal, segir frá því á samfélagsmiðlinum X að Amorim og umboðsmaður hans hafi gefið West Ham undir fótinn og lekið því í fjölmiðla til að setja pressu á Liverpool í samningaviðræðunum. Samkvæmt Andrade eru fregnirnar sem hafa fylgt í kjölfarið um að Slot taki við starfinu í Bítlaborginni verið svar Liverpool við þeirri brellu. Félagið hafi þá lekið því til fjölmiðla að Slot væri efstur á lista. Stjórnarmenn hjá Liverpool hafa flýtt sér hægt í þjálfaramálunum en ef til vill breyttist það í gærkvöld þegar félagið virðist hafa skráð sig út úr toppbaráttunni með 2-0 tapi í grannaslag fyrir Everton. Ítalinn Fabrizio Romano segir nefnilega á X í morgun að Liverpool muni þrýsta á Feyenoord næstu klukkustundirnar. Búið sé að ná samningum við Slot sjálfan. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC, er ákvæði í samningi Slot sem segir til um upphæð sem félag þarf að greiða til að losa hann undan samningi við Feyenoord en það ákvæði taki ekki gildi fyrr en sumarið 2025. Því þurfi Liverpool að semja við Feyenoord um upphæð ætli félagið að ráða Hollendinginn í sumar. 🚨🔴 Liverpool will insist in talks with Feyenoord also in the next hours to reach an agreement on compensation.#LFC want to get Arne Slot deal done on club side soon, as there's no issue on contact talks with the manager and his representative so far. pic.twitter.com/KvX69POkKD— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 25, 2024 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Sjá meira
Fyrir um viku síðan var talið líklegast að Rúben Amorim, stjóri Sporting í Portúgal, yrði næsti þjálfari Liverpool á Englandi þegar Jurgen Klopp lætur af störfum í sumar. Það hefur snarlega breyst í vikunni. Arne Slot, þjálfari Feyenoord í Hollandi, er nú talinn leiða kapphlaupið og segja breskir miðlar að Feyenoord hafi þegar hafnað tilboði Liverpool í stjórann. Rúben Amorim and his agent used West Ham’s potential interest to put pressure on Liverpool.Liverpool responded the next day by circulating rumors that Amorim’s name lost strength and that Arne Slot was the new favorite, per @brunoandrd. pic.twitter.com/37s8aLs7CI— Zach Lowy (@ZachLowy) April 24, 2024 Amorim var orðaður við stjórastarf West Ham í vikunni, sem kom mörgum á óvart vegna líkinda á því að hann tæki við stærra liði í Liverpool. Portúgalski blaðamaðurinn Bruno Andrade, sem vinnur fyrir CNN í Portúgal, segir frá því á samfélagsmiðlinum X að Amorim og umboðsmaður hans hafi gefið West Ham undir fótinn og lekið því í fjölmiðla til að setja pressu á Liverpool í samningaviðræðunum. Samkvæmt Andrade eru fregnirnar sem hafa fylgt í kjölfarið um að Slot taki við starfinu í Bítlaborginni verið svar Liverpool við þeirri brellu. Félagið hafi þá lekið því til fjölmiðla að Slot væri efstur á lista. Stjórnarmenn hjá Liverpool hafa flýtt sér hægt í þjálfaramálunum en ef til vill breyttist það í gærkvöld þegar félagið virðist hafa skráð sig út úr toppbaráttunni með 2-0 tapi í grannaslag fyrir Everton. Ítalinn Fabrizio Romano segir nefnilega á X í morgun að Liverpool muni þrýsta á Feyenoord næstu klukkustundirnar. Búið sé að ná samningum við Slot sjálfan. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC, er ákvæði í samningi Slot sem segir til um upphæð sem félag þarf að greiða til að losa hann undan samningi við Feyenoord en það ákvæði taki ekki gildi fyrr en sumarið 2025. Því þurfi Liverpool að semja við Feyenoord um upphæð ætli félagið að ráða Hollendinginn í sumar. 🚨🔴 Liverpool will insist in talks with Feyenoord also in the next hours to reach an agreement on compensation.#LFC want to get Arne Slot deal done on club side soon, as there's no issue on contact talks with the manager and his representative so far. pic.twitter.com/KvX69POkKD— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 25, 2024
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Sjá meira