Rekin vinalega á brott en vonast til að fá að vera áfram Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 10:40 Frá uppsetningu tjaldbúðanna í gær. Kjartan Sveinn er fremstur hægra megin. Hópur háskólanema kom saman í veðurblíðunni í gærkvöldi og sló upp tjöldum fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu. Lögregla vísaði hópnum á brott en forsvarsmaður hans segir það hafa verið gert af mestu vinsemd. Greint var frá því í morgun að lögregla hefði haft afskipti af fólki sem hafði slegið upp tjaldbúðum í leyfisleysi. Ekki var greint frá því í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar hvar tjöldin var að finna en um var að ræða samkomutjald og fimm svefntjöld. „Lögregla ræddi við forsvarsmann tjaldbúðanna sem gátu ekki framvísað tilsettu leyfi frá Reykjarvíkurborg,“ sagði í yfirliti lögreglu. Sá forsvarsmaður er Kjartan Sveinn Guðmundsson. Hann segir þó í samtali við fréttastofu að ekki sé um neinn formlegan félagsskap. Hann hafi einfaldlega vilja njóta blíðunnar á sumardaginn fyrsta og því hóað saman fólki á samfélagsmiðlum. „Það lá í dauðafæri að slá tvær flugur í einu höggi, halda smá partý með góðu fólki, hittast, og á sama tíma reyna að vekja smá athygli á góðum málstað.“ Krefjast þess að skólinn hætti samstarfi við háskólann í Tel Aviv Að sögn Kjartans Sveins eru kröfur þeirra sem mættu í tjaldbúðirnar tvíþættar. Annars vegar að Háskóli Íslands hefji akademíska sniðgöngu á Ísrael og fordæmi þjóðarmorð Ísraels á palestínsku þjóðinni og eyðileggingu háskóla og menntastofnana á Gasa. Hópurinn var við skólann til um klukkan 02 í nótt. Hins vegar að ríkisstjórn Íslands stöðvi brottvísanir palestínks fólks á flótta og að Ísland beiti sér fyrir málstað Palestínu á alþjóðavettvangi og viðskiptabann verði sett á Ísrael. Þá segir hann að Háskóli Íslands eigi sem stendur í samstarfi við háskólann í Tel Aviv. Tjöldin fengu að vera Kjartan Sveinn segir að þrátt fyrir að lögregla hafi haft afskipti af hópnum í nótt hafi samskipti við lögreglu verið mjög góð. „Auðvitað skilur maður ef við erum að planta okkur niður á einhverri lóð og tjalda að hún kíki við. En þetta hafa verið mjög jákvæð samskipti hingað til. Sem áður segir var hópnum vísað á brott af svæðinu í nótt en tjaldbúðirnar standa enn. Kjartan Sveinn segist munu ganga á fund stjórnenda háskólans til þess að freista þess að fá leyfi fyrir því að halda samkomutjaldinu á lóðinni. Þar myndi hann bjóða samnemendum sínum upp á kaffi í prófatörninni sem er í fullum gangi. Þessi hundur mætti til stuðnings Palestínu. „Ég veit ekki hvort við myndum vera að slá upp tjöldum til að gista í lengur. En það er samt auðvitað skellur, af því að það er mjög fínt að vera nær Þjóðarbókhlöðunni og Stúdentakjallaranum.“ Viðbrögðin ytra kyndi undir mótmælin Kjartan Sveinn segir mótmælin vera að erlendri fyrirmynd en slík mótmæli hafa verið mjög áberandi undanfarnar vikur. Ekki síst í Bandaríkjunum þar sem legið hefur við óeirðum víða þar sem skóla- og lögregluyfirvöld hafa reynt að stemma stigu við mótmælaöldunni. Þessi mynd var tekin á skólalóð Harvard-háskóla í Boston í gær.Sigurbjörn Edvardsson „Það sem er svolítið sorglegt við það er hversu gífurlega harkalegar móttökur það hefur fengið. Það er búið að handtaka mörg hundruð stúdenta fyrir það að tjalda. Við höfum ekki lent í því enn þá, ég efast um að við munum gera það. En út af því að þessi mjög svo harkalegu viðbrögð áttu sér stað, þá hefur þessari hreyfingu, og svona gjörningum, vaxið gífurlega mikið á síðustu vikum. Háskólar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skóla- og menntamál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Greint var frá því í morgun að lögregla hefði haft afskipti af fólki sem hafði slegið upp tjaldbúðum í leyfisleysi. Ekki var greint frá því í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar hvar tjöldin var að finna en um var að ræða samkomutjald og fimm svefntjöld. „Lögregla ræddi við forsvarsmann tjaldbúðanna sem gátu ekki framvísað tilsettu leyfi frá Reykjarvíkurborg,“ sagði í yfirliti lögreglu. Sá forsvarsmaður er Kjartan Sveinn Guðmundsson. Hann segir þó í samtali við fréttastofu að ekki sé um neinn formlegan félagsskap. Hann hafi einfaldlega vilja njóta blíðunnar á sumardaginn fyrsta og því hóað saman fólki á samfélagsmiðlum. „Það lá í dauðafæri að slá tvær flugur í einu höggi, halda smá partý með góðu fólki, hittast, og á sama tíma reyna að vekja smá athygli á góðum málstað.“ Krefjast þess að skólinn hætti samstarfi við háskólann í Tel Aviv Að sögn Kjartans Sveins eru kröfur þeirra sem mættu í tjaldbúðirnar tvíþættar. Annars vegar að Háskóli Íslands hefji akademíska sniðgöngu á Ísrael og fordæmi þjóðarmorð Ísraels á palestínsku þjóðinni og eyðileggingu háskóla og menntastofnana á Gasa. Hópurinn var við skólann til um klukkan 02 í nótt. Hins vegar að ríkisstjórn Íslands stöðvi brottvísanir palestínks fólks á flótta og að Ísland beiti sér fyrir málstað Palestínu á alþjóðavettvangi og viðskiptabann verði sett á Ísrael. Þá segir hann að Háskóli Íslands eigi sem stendur í samstarfi við háskólann í Tel Aviv. Tjöldin fengu að vera Kjartan Sveinn segir að þrátt fyrir að lögregla hafi haft afskipti af hópnum í nótt hafi samskipti við lögreglu verið mjög góð. „Auðvitað skilur maður ef við erum að planta okkur niður á einhverri lóð og tjalda að hún kíki við. En þetta hafa verið mjög jákvæð samskipti hingað til. Sem áður segir var hópnum vísað á brott af svæðinu í nótt en tjaldbúðirnar standa enn. Kjartan Sveinn segist munu ganga á fund stjórnenda háskólans til þess að freista þess að fá leyfi fyrir því að halda samkomutjaldinu á lóðinni. Þar myndi hann bjóða samnemendum sínum upp á kaffi í prófatörninni sem er í fullum gangi. Þessi hundur mætti til stuðnings Palestínu. „Ég veit ekki hvort við myndum vera að slá upp tjöldum til að gista í lengur. En það er samt auðvitað skellur, af því að það er mjög fínt að vera nær Þjóðarbókhlöðunni og Stúdentakjallaranum.“ Viðbrögðin ytra kyndi undir mótmælin Kjartan Sveinn segir mótmælin vera að erlendri fyrirmynd en slík mótmæli hafa verið mjög áberandi undanfarnar vikur. Ekki síst í Bandaríkjunum þar sem legið hefur við óeirðum víða þar sem skóla- og lögregluyfirvöld hafa reynt að stemma stigu við mótmælaöldunni. Þessi mynd var tekin á skólalóð Harvard-háskóla í Boston í gær.Sigurbjörn Edvardsson „Það sem er svolítið sorglegt við það er hversu gífurlega harkalegar móttökur það hefur fengið. Það er búið að handtaka mörg hundruð stúdenta fyrir það að tjalda. Við höfum ekki lent í því enn þá, ég efast um að við munum gera það. En út af því að þessi mjög svo harkalegu viðbrögð áttu sér stað, þá hefur þessari hreyfingu, og svona gjörningum, vaxið gífurlega mikið á síðustu vikum.
Háskólar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skóla- og menntamál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira