„Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 13:01 Þorvaldur Orri Árnason fagnar sigurkörfunni sinni. S2 Sport Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. Þorvaldur Orri er á sínu fyrsta tímabili í Njarðvík og hann skoraði í gær sigurkörfu sem verður talað um lengi. Það voru aðeins 0,9 sekúndur eftir af leiknum og Njarðvíkingar voru tveimur stigum undir. Þorvaldur fékk boltann langt fyrir utan þriggja stiga línuna og lét vaða. Boltinn rataði rétta leið og Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslitin. Subway Körfuboltakvöld valdi Þorvald Orra að sjálfsögðu PlayAir leiksins fyrir þessa stórkostlegu sigurkörfu sína en hann var þó bara með níu stig í leiknum. „Maður er bara í spennufalli hérna eftir þennan magnaða körfuboltaleik. Hetja kvöldsins er sestur hérna hjá hjá okkur, PlayAir leiksins, Þorvaldur Orri. Það liggur beinast við að spyrja, hvernig líður þér núna,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég er enn þá að melta þetta. Maður getur eiginlega ekki lýst þessu þannig að ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Þorvaldur Orri en hvernig var þetta teiknað upp hjá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Njarðvíkur? Mario átti að fá boltann „Mario (Matasovic) átti að fá ‚lob' undir körfunni og reyna að jafna leikinn. Þeir lokuðu á það og ég ‚poppa' upp og var bara galopinn. Ég læt bara vaða,“ sagði Þorvaldur. „Ég stend undir körfunni og leið strax vel með þetta skot hjá þér. Leið þér eins,“ spurði Stefán. „Ég fann þetta bara strax og þegar ég sleppti honum. Þessi er inni,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er Play leiksins og þetta er náttúrulega augljóslega Play tímabilsins. Þetta er ekkert nema net. Þetta er sennilega heimskulega spurning hjá mér núna en þetta hlýtur að vera stærsta karfan sem þú hefur skorað á þínum ferli,“ spurði Stefán. „Já algjörlega. Kannski troðslan yfir Mario í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum,“ sagði Þorvaldur léttur. Rosalega stór karfa „Þú ert að skjóta liðinu í undanúrslit og þetta hefði getað verið síðasti leikurinn í sögu Ljónagryfjunnar. Þetta er rosalega stór karfa þegar kemur að sögunni,“ sagði Stefán. „Það er skemmtilegt að fá aðra seríu hér. Það var svakaleg stemmning hérna í kvöld og ég er spenntur fyrir því að sjá svona mikið af fólki í komandi seríu,“ sagði Þorvaldur. Hann fagnaði með því að setja höndina upp fyrir andlitið eins og hann væri að setja upp grímu. Hermir eftir Jalen Brunson „Ég byrjaði á þessu í úrslitakeppninni að prófa eitthvað nýtt. Ég sá Jalen Brunson geri þetta í leik með Knicks og mér fannst það flott. Um leið og ég byrja að setja niður þriggja stiga skotin þá get ég gert þetta aftur,“ sagði Þorvaldur. „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka. Það er bara geggjað,“ sagði Þorvaldur. Það má sjá allt spjallið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Þorvaldur Orri Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler í úrslit annað árið í röð Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn „Það er krísa“ Körfubolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sport „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Sjá meira
Þorvaldur Orri er á sínu fyrsta tímabili í Njarðvík og hann skoraði í gær sigurkörfu sem verður talað um lengi. Það voru aðeins 0,9 sekúndur eftir af leiknum og Njarðvíkingar voru tveimur stigum undir. Þorvaldur fékk boltann langt fyrir utan þriggja stiga línuna og lét vaða. Boltinn rataði rétta leið og Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslitin. Subway Körfuboltakvöld valdi Þorvald Orra að sjálfsögðu PlayAir leiksins fyrir þessa stórkostlegu sigurkörfu sína en hann var þó bara með níu stig í leiknum. „Maður er bara í spennufalli hérna eftir þennan magnaða körfuboltaleik. Hetja kvöldsins er sestur hérna hjá hjá okkur, PlayAir leiksins, Þorvaldur Orri. Það liggur beinast við að spyrja, hvernig líður þér núna,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég er enn þá að melta þetta. Maður getur eiginlega ekki lýst þessu þannig að ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Þorvaldur Orri en hvernig var þetta teiknað upp hjá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Njarðvíkur? Mario átti að fá boltann „Mario (Matasovic) átti að fá ‚lob' undir körfunni og reyna að jafna leikinn. Þeir lokuðu á það og ég ‚poppa' upp og var bara galopinn. Ég læt bara vaða,“ sagði Þorvaldur. „Ég stend undir körfunni og leið strax vel með þetta skot hjá þér. Leið þér eins,“ spurði Stefán. „Ég fann þetta bara strax og þegar ég sleppti honum. Þessi er inni,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er Play leiksins og þetta er náttúrulega augljóslega Play tímabilsins. Þetta er ekkert nema net. Þetta er sennilega heimskulega spurning hjá mér núna en þetta hlýtur að vera stærsta karfan sem þú hefur skorað á þínum ferli,“ spurði Stefán. „Já algjörlega. Kannski troðslan yfir Mario í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum,“ sagði Þorvaldur léttur. Rosalega stór karfa „Þú ert að skjóta liðinu í undanúrslit og þetta hefði getað verið síðasti leikurinn í sögu Ljónagryfjunnar. Þetta er rosalega stór karfa þegar kemur að sögunni,“ sagði Stefán. „Það er skemmtilegt að fá aðra seríu hér. Það var svakaleg stemmning hérna í kvöld og ég er spenntur fyrir því að sjá svona mikið af fólki í komandi seríu,“ sagði Þorvaldur. Hann fagnaði með því að setja höndina upp fyrir andlitið eins og hann væri að setja upp grímu. Hermir eftir Jalen Brunson „Ég byrjaði á þessu í úrslitakeppninni að prófa eitthvað nýtt. Ég sá Jalen Brunson geri þetta í leik með Knicks og mér fannst það flott. Um leið og ég byrja að setja niður þriggja stiga skotin þá get ég gert þetta aftur,“ sagði Þorvaldur. „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka. Það er bara geggjað,“ sagði Þorvaldur. Það má sjá allt spjallið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Þorvaldur Orri
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler í úrslit annað árið í röð Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn „Það er krísa“ Körfubolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sport „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Sjá meira