Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2024 15:09 Frá mótmælaaðgerðunum í Tíblisi. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. Umrætt frumvarp snýr að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Til stóð að samþykkja frumvarp um lögin í fyrr en hætt var við það eftir umfangsmikil mótmæli. Umrædd lög svipa mjög til laga Rússlandi sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lögin hafa verið notuð gegn hjálparsamtökum, sjálfstæðum fjölmiðlum, mannréttindasamtökum og öðrum. Andstæðingar frumvarpsins í Georgíu hafa kallað það „rússnesk lög“. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Frumvarpið fór í gær í gegnum aðra af þremur umræðum á þingi og stækkuðu mótmælin við þinghúsið verulega við það, samkvæmt frétt New York Times. Búið er að fresta þingfundi sem átti að vera í dag. Hér að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum í gærkvöldi. Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Samkvæmt Reuters hefur hann sagt að lögin séu nauðsynleg til að tryggja gegnsæi og að Georgía verði að verja fullveldi sitt gegn Vesturlöndum. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Ráðamenn í Evrópusambandinu hafa sagt að verði frumvarpið að lögum, myndi það koma verulega niður á vonum Georgíubúa varðandi mögulega inngöngu í sambandið. I am following the situation in Georgia with great concern and condemn the violence on the streets of Tbilisi.The Georgian people want a European future for their country.Georgia is at a crossroads. It should stay the course on the road to Europe.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 1, 2024 EPA/DAVID MDZINARISHVILI EPA/DAVID MDZINARISHVILI Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Umrætt frumvarp snýr að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Til stóð að samþykkja frumvarp um lögin í fyrr en hætt var við það eftir umfangsmikil mótmæli. Umrædd lög svipa mjög til laga Rússlandi sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lögin hafa verið notuð gegn hjálparsamtökum, sjálfstæðum fjölmiðlum, mannréttindasamtökum og öðrum. Andstæðingar frumvarpsins í Georgíu hafa kallað það „rússnesk lög“. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Frumvarpið fór í gær í gegnum aðra af þremur umræðum á þingi og stækkuðu mótmælin við þinghúsið verulega við það, samkvæmt frétt New York Times. Búið er að fresta þingfundi sem átti að vera í dag. Hér að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum í gærkvöldi. Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Samkvæmt Reuters hefur hann sagt að lögin séu nauðsynleg til að tryggja gegnsæi og að Georgía verði að verja fullveldi sitt gegn Vesturlöndum. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Ráðamenn í Evrópusambandinu hafa sagt að verði frumvarpið að lögum, myndi það koma verulega niður á vonum Georgíubúa varðandi mögulega inngöngu í sambandið. I am following the situation in Georgia with great concern and condemn the violence on the streets of Tbilisi.The Georgian people want a European future for their country.Georgia is at a crossroads. It should stay the course on the road to Europe.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 1, 2024 EPA/DAVID MDZINARISHVILI EPA/DAVID MDZINARISHVILI
Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira