Fengu myndsímtal frá Ed Sheeran í búningsklefanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2024 09:31 Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er stuðningsmaður Ipswich sem komst í gær upp í ensku úrvalsdeildina. Getty/ Stephen Pond Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran segir uppkomu Ipswich, eftir öll vonbrigðin síðustu ár, vera táknmynd um fegurð fótboltans. Það varð allt vitlaust í Ipswich borg í gær þegar fótboltafélag borgarinnar tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í 22 ár. Það var líka fagnað hinum megin við Atlantshafið. Einn allra frægasti stuðningsmaður Ipswich Town liðsins er enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran. Þegar félagið var síðast í ensku úrvalsdeildinni þá var Sheeran aðeins ellefu ára gamall og nýbúinn að læra á gítar. Hann varð síðan ein stærsta tónlistarstjarna heims, hefur selt milljónir platna og unnið til alls konar verðlauna. Sheeran hefur stutt félagið sitt í gegn súrt og sætt en Ipswich var í D-deildinni fyrir nokkrum árum síðan. Hann hefur líka verið í miklum samskiptum við liðið í aðdraganda leiksins í gær og var þannig í myndsímtali við búningsklefann eftir sigurinn á Huddersfield. ESPN var með myndatökumann með tónlistarstjörnunni þegar Sheeran fylgdist með sínum mönnum. Sheeran komst ekki á leikinn en hann er staddur í Miami í Bandaríkjunum og fylgdist því með leiknum eldsnemma um morgun á staðartíma. „Ég bý rétt fyrir utan Ipswich og hef séð félagið fara í gegnum mjög erfiða tíma. Ég veit líka að það að komast í ensku úrvalsdeildina mun koma með mikla spennu og gleði inn í fótboltafélagið. Það er líka gaman að sjá hvernig svona árangur lyftir allir borginni upp sem er mjög mikilvægt,“ sagði Ed Sheeran við ESPN. „Það sem er svo stórkostlegt við fótboltann en að það er svo erfitt að reikna hann út og þú veist aldrei hvað er að fara að gerast. Við höfum sex stærstu félögin missa fótanna og við höfum séð lið eins og Leicester vinna ensku úrvalsdeildina. Við vitum ekki hvað gerist hjá okkur á næsta tímabili en það væri frábær árangur á mínu mati ef við höldum okkur uppi,“ sagði Sheeran. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Það varð allt vitlaust í Ipswich borg í gær þegar fótboltafélag borgarinnar tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í 22 ár. Það var líka fagnað hinum megin við Atlantshafið. Einn allra frægasti stuðningsmaður Ipswich Town liðsins er enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran. Þegar félagið var síðast í ensku úrvalsdeildinni þá var Sheeran aðeins ellefu ára gamall og nýbúinn að læra á gítar. Hann varð síðan ein stærsta tónlistarstjarna heims, hefur selt milljónir platna og unnið til alls konar verðlauna. Sheeran hefur stutt félagið sitt í gegn súrt og sætt en Ipswich var í D-deildinni fyrir nokkrum árum síðan. Hann hefur líka verið í miklum samskiptum við liðið í aðdraganda leiksins í gær og var þannig í myndsímtali við búningsklefann eftir sigurinn á Huddersfield. ESPN var með myndatökumann með tónlistarstjörnunni þegar Sheeran fylgdist með sínum mönnum. Sheeran komst ekki á leikinn en hann er staddur í Miami í Bandaríkjunum og fylgdist því með leiknum eldsnemma um morgun á staðartíma. „Ég bý rétt fyrir utan Ipswich og hef séð félagið fara í gegnum mjög erfiða tíma. Ég veit líka að það að komast í ensku úrvalsdeildina mun koma með mikla spennu og gleði inn í fótboltafélagið. Það er líka gaman að sjá hvernig svona árangur lyftir allir borginni upp sem er mjög mikilvægt,“ sagði Ed Sheeran við ESPN. „Það sem er svo stórkostlegt við fótboltann en að það er svo erfitt að reikna hann út og þú veist aldrei hvað er að fara að gerast. Við höfum sex stærstu félögin missa fótanna og við höfum séð lið eins og Leicester vinna ensku úrvalsdeildina. Við vitum ekki hvað gerist hjá okkur á næsta tímabili en það væri frábær árangur á mínu mati ef við höldum okkur uppi,“ sagði Sheeran.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira