Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar þegar meistararnir sóttu Silkeborg heim. Gestirnir voru 2-0 yfir í hálfleik þökk sé tvennu Mohamed Elyounoussi og kom Stefán Teitur Þórðarson inn af bekknum í liði Silkeborg í hálfleik.
Orri Steinn var svo tekinn af velli á 72. mínútu áður en Diogo Gonçalves bætti þriðja marki gestanna við. Lokatölur 0-3 og FCK þar með komið með 55 stig í 2. sætinu.
👍🏼👀#fcklive #sldk pic.twitter.com/LRH9YMOkR3
— F.C. København (@FCKobenhavn) May 5, 2024
Topplið Bröndby heimsótti svo Midtjylland heim en gestirnir voru aðeins stigi á undan FCK þegar leikurinn hófst á meðan Sverrir Ingi og félagar gátu jafnað FCK að stigum með sigri.
Henrik Dalsgaard kom Midtjylland yfir snemma leiks en Nicolai Vallys jafnaði fyrir Bröndby en Darío Osorio kom heimönnum yfir á nýjan leik áður en Ohi Omoijuanfo jafnaði metin á nýjan leik þegar rétt rúmlega hálftími var liðinn.
Þegar fyrri hálfleik var svo gott sem lokið fékk Sverrir Ingi gult spjald fyrir peysutog en staðan enn 2-2 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Í þeim síðari var aðeins eitt mark skorað og það gerði Franculino Djú á 74. mínútu eftir boltinn féll til hans í teignum eftir skalla Sverris Inga. Staðan orðin 3-2 og þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð reyndust það lokatölur.
Hvilken enorm indsats på banen og tribunen 🔥
— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 5, 2024
Fire finaler tilbage, Midtjylland ⚫️🔴#FCMBIF pic.twitter.com/07hP3ezqBl
Bröndby er því á toppi deildarinnar með 56 stig og Midtjylland er með 55 stig líkt og FCK í 3. sætinu.