„Ólíkir okkur að mörgu leyti“ Hinrik Wöhler skrifar 5. maí 2024 22:06 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Fram sigraði Fylki með tveimur mörkum gegn einu í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Úlfarsárdal í kvöld en þurfti að sætta sig við tap á þessum tímamótum. „Þetta var stál í stál í byrjun leiks milli liðanna. Ólafur [Kristófer Helgason] ver vítið en eftir það töpum við svo lítið leiknum, við missum bara leikinn í þeirra hendur á einhverjum 20 mínútum. Þeir opna okkur, við fáum dæmt á okkur víti og síðan skora þeir í kjölfarið. Ég veit það ekki, mér fannst leikurinn tapast á þessum 20 mínútum eftir að Ólafur ver vítið. Það kom kafli sem var ekki góður,“ sagði Rúnar Páll skömmu eftir leik. Fylkismenn náðu ekki að koma til baka eftir að Fram komst yfir þrátt fyrir mikla pressu undir lok leiks. Rúnar var ekki nægilega sáttur með frammistöðu lykilleikmanna. „Mér fannst við ólíkir okkur að mörgu leyti og okkar lykilleikmenn í liðinu virtust vera hræddir að fá boltann og voru að missa óþarfa ‚touch‘ frá sér í fyrri hálfleik. Leikurinn fer náttúrulega bara fram á vallarhelming Fram í seinni hálfleik og þeir verjast vel eins og þeir hafa gert í sumar.“ „Við fundum ekki margar glufur en kannski aðeins í lokin þá fáum við tvö færi sem við hefðum getað nýtt. Bæði skallann hans Orra og svo fáum við tvö skot fyrir utan, þetta hefur verið sagan okkar í þessum leikjum. Höfum verið að fá lítið af færum á okkur og verjast ágætlega en náum ekki að nýta þessi færi sem við fáum,“ sagði Rúnar Páll um leikinn í kvöld. Fylkismenn fara ekki vel af stað en liðið situr á botni deildarinnar með eitt stig eftir fimm umferðir. Hefur Rúnar Páll áhyggjur? „Nei, ekki áhyggjuefni. Þetta er bara fótbolti. Auðvitað þurfum við að skora mörk um það snýst leikurinn. Við skorum fullt af mörkum á æfingum, það er allavega byrjunin. Við erum búnir að skora fimm mörk í deildinni og ég held að það sé sæmilegt meðaltal í deildinni.“ Fylkir skoraði þrjú mörk í fyrsta leiknum á Íslandsmótinu en hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu fjórum umferðum. „Við skorum samt mörk og það telur jafn mikið og hin mörkin, mörkin sem við skoruðum í fyrsta leik. Hvort það sé eitt mark í hverjum leik, skiptir ekki máli. Við sýnum það að við getum skorað mörk og ég veit það að við getum skorað. Við þurfum bara að halda áfram og það er eina sem það snýst um. Ekki missa trú á því sem við erum að gera,“ sagði afmælisbarnið að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira
„Þetta var stál í stál í byrjun leiks milli liðanna. Ólafur [Kristófer Helgason] ver vítið en eftir það töpum við svo lítið leiknum, við missum bara leikinn í þeirra hendur á einhverjum 20 mínútum. Þeir opna okkur, við fáum dæmt á okkur víti og síðan skora þeir í kjölfarið. Ég veit það ekki, mér fannst leikurinn tapast á þessum 20 mínútum eftir að Ólafur ver vítið. Það kom kafli sem var ekki góður,“ sagði Rúnar Páll skömmu eftir leik. Fylkismenn náðu ekki að koma til baka eftir að Fram komst yfir þrátt fyrir mikla pressu undir lok leiks. Rúnar var ekki nægilega sáttur með frammistöðu lykilleikmanna. „Mér fannst við ólíkir okkur að mörgu leyti og okkar lykilleikmenn í liðinu virtust vera hræddir að fá boltann og voru að missa óþarfa ‚touch‘ frá sér í fyrri hálfleik. Leikurinn fer náttúrulega bara fram á vallarhelming Fram í seinni hálfleik og þeir verjast vel eins og þeir hafa gert í sumar.“ „Við fundum ekki margar glufur en kannski aðeins í lokin þá fáum við tvö færi sem við hefðum getað nýtt. Bæði skallann hans Orra og svo fáum við tvö skot fyrir utan, þetta hefur verið sagan okkar í þessum leikjum. Höfum verið að fá lítið af færum á okkur og verjast ágætlega en náum ekki að nýta þessi færi sem við fáum,“ sagði Rúnar Páll um leikinn í kvöld. Fylkismenn fara ekki vel af stað en liðið situr á botni deildarinnar með eitt stig eftir fimm umferðir. Hefur Rúnar Páll áhyggjur? „Nei, ekki áhyggjuefni. Þetta er bara fótbolti. Auðvitað þurfum við að skora mörk um það snýst leikurinn. Við skorum fullt af mörkum á æfingum, það er allavega byrjunin. Við erum búnir að skora fimm mörk í deildinni og ég held að það sé sæmilegt meðaltal í deildinni.“ Fylkir skoraði þrjú mörk í fyrsta leiknum á Íslandsmótinu en hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu fjórum umferðum. „Við skorum samt mörk og það telur jafn mikið og hin mörkin, mörkin sem við skoruðum í fyrsta leik. Hvort það sé eitt mark í hverjum leik, skiptir ekki máli. Við sýnum það að við getum skorað mörk og ég veit það að við getum skorað. Við þurfum bara að halda áfram og það er eina sem það snýst um. Ekki missa trú á því sem við erum að gera,“ sagði afmælisbarnið að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira