Innlent

Kveikt í pappa­rusli í Glæsi­bæ

Lovísa Arnardóttir skrifar
Slökkvilið er nú að skoða aðstæður. Myndin er úr safni frá því að eldur kom upp í Hreyfingu við Glæsibæ árið 2021.
Slökkvilið er nú að skoða aðstæður. Myndin er úr safni frá því að eldur kom upp í Hreyfingu við Glæsibæ árið 2021. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 19 í dag vegna reyks við Glæsibæ við Álfheima í Reykjavík í dag. Kveikt var í papparusli í stigagangi en það tókst að slökkva í því með slökkvitæki á staðnum.

Slökkvilið lauk störfum stuttu eftir að þau komu á vettvang. Engan sakaði við brunann og ekki er vitað hver kveikti í papparuslinu. Þó nokkur reykur er við stigaganginn samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliðinu. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×