FIFA íhugar að leyfa deildarleiki í öðrum löndum Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. maí 2024 15:29 Gianni Infantino hefur verið nýjungagjarn í starfi sínu sem forseti FIFA. Stephen McCarthy - FIFA / FIFA via Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA mun skipa stýrihóp til að rannsaka helstu kosti og galla þess að spila deildarleiki erlendis. Relevant Sports, skipuleggjandi íþróttaviðburða í Bandaríkjunum, er talinn mikill áhrifavaldur á ákvarðanatöku sambandsins. Hugmyndin hefur lengi verið á lofti að leika deildarleiki á erlendri grundu. Enska úrvalsdeildin, undir forystu Richard Scudamore, reyndi ítrekað á árunum 2008–14 að hrinda í framkvæmd 39. leik tímabilsins, sem hefði farið fram samtímis í fimm mismunandi stórborgum utan Bretlands. Spænska úrvalsdeildin ætlaði líka að reyna fyrir sér á erlendri grundu árið 2019, þegar leikur Barcelona og Girona átti að fara fram í Miami. Síðan þá hafa úrslitaleikir spænska ofurbikarsins farið fram í Sádi-Arabíu, en sú ákvörðun er til rannsóknar í sambandi við víðamikið mútu- og spillingarmál. FIFA hefur alla tíð sett sig upp á móti hugmyndinni og sagt þetta skapa ósamræmi í tekjuöflun meðal félaga í sömu deild. Bandaríkin líklegur áfangastaður Fréttirnar koma í kjölfar þess að mál Relevant Sports gegn FIFA, vegna Barcelona leiksins sem átti að fara fram í Miami, var fellt niður í síðasta mánuði. Relevant Sports er skipuleggjandi íþróttaviðburða í Bandaríkjunum og hefur talað fyrir því að knattspyrnuleikir fari fram þarlendis. Fyrirtækið setti á fót í fyrra International Champions Cup í fyrra, vináttumóts á vesturströnd Bandaríkja sem mörg stórlið Evrópu tóku þátt í. Þá höfðu þeir áður reynt að halda deildarleik í úrvalsdeild Ekvador innan Bandaríkjanna, en FIFA bannaði þeim það. Nú hefur FIFA ákveðið að opna hug sinn og skipað sérstakan stýrihóp til að rannsaka framkvæmd hugmyndarinnar, en engin ákvörðun hefur verið tekin. Málið hefur margar hliðar og FIFA sagði öll sjónarmið verða tekin til greina áður en ákvörðun er tekin. Þá verður litið sérstaklega til viðhorfa aðdáenda og hvernig möguleikum til ferðalags á leikinn verður háttað fyrir aðdáendur heimaliðs. FIFA Bandaríski fótboltinn Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Hugmyndin hefur lengi verið á lofti að leika deildarleiki á erlendri grundu. Enska úrvalsdeildin, undir forystu Richard Scudamore, reyndi ítrekað á árunum 2008–14 að hrinda í framkvæmd 39. leik tímabilsins, sem hefði farið fram samtímis í fimm mismunandi stórborgum utan Bretlands. Spænska úrvalsdeildin ætlaði líka að reyna fyrir sér á erlendri grundu árið 2019, þegar leikur Barcelona og Girona átti að fara fram í Miami. Síðan þá hafa úrslitaleikir spænska ofurbikarsins farið fram í Sádi-Arabíu, en sú ákvörðun er til rannsóknar í sambandi við víðamikið mútu- og spillingarmál. FIFA hefur alla tíð sett sig upp á móti hugmyndinni og sagt þetta skapa ósamræmi í tekjuöflun meðal félaga í sömu deild. Bandaríkin líklegur áfangastaður Fréttirnar koma í kjölfar þess að mál Relevant Sports gegn FIFA, vegna Barcelona leiksins sem átti að fara fram í Miami, var fellt niður í síðasta mánuði. Relevant Sports er skipuleggjandi íþróttaviðburða í Bandaríkjunum og hefur talað fyrir því að knattspyrnuleikir fari fram þarlendis. Fyrirtækið setti á fót í fyrra International Champions Cup í fyrra, vináttumóts á vesturströnd Bandaríkja sem mörg stórlið Evrópu tóku þátt í. Þá höfðu þeir áður reynt að halda deildarleik í úrvalsdeild Ekvador innan Bandaríkjanna, en FIFA bannaði þeim það. Nú hefur FIFA ákveðið að opna hug sinn og skipað sérstakan stýrihóp til að rannsaka framkvæmd hugmyndarinnar, en engin ákvörðun hefur verið tekin. Málið hefur margar hliðar og FIFA sagði öll sjónarmið verða tekin til greina áður en ákvörðun er tekin. Þá verður litið sérstaklega til viðhorfa aðdáenda og hvernig möguleikum til ferðalags á leikinn verður háttað fyrir aðdáendur heimaliðs.
FIFA Bandaríski fótboltinn Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira