Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sé vanhæft til að takast á við aðstæðurnar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. maí 2024 18:09 Prófessor í stjórnmálafræði segir það stórfréttir að alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hafi farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Stærstu fréttirnar séu þó þær að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega vanhæft til að takast á við aðstæðurnar. Í yfirlýsingu frá Karim Khan aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins kemur fram að meðal ákæruliða gagnvart þremur leiðtogum Hamas séu morð, gíslataka, nauðganir og kynferðisofbeldi. Þá telur Khan að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins, beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Palestínuríkis á Gasa frá 7. október á síðasta ári. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir dómstólinn hafa verið gagnrýndan í gegnum tíðina fyrir að beina sjónum sínum að öðrum svæðum en Vesturlöndum. „Bandamenn Vestrænna ríkja hafa viljað hafa hendur í hári leiðtoga í Afríku og annara sem hafa verið andstæðir Vesturlöndum.“ Þannig að það að saksóknarinn vilji fá handtökuskipun á Benjamin Netanjahú eru hreinlega stórfréttir. Stóra málið að hans mati sé þó það að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega ófært um að takast á við aðstæðurnar. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem á að vera vettvangur fyrir svona deilur, er algjörlega lamað í þessu máli. Það hefur reynst gjörsamlega vanhæft til að takast á við það. Það er einkum og sér í lagi vegna neitunarvalds Bandaríkjastjórnar.“ Margt óljóst enn Vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óskar eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Þá eru álitamál uppi um lögsögu dómstólsins sem nær ekki til Ísrael en Palestína er undir lögsögu dómstólsins, og á því byggir krafa saksóknara. Því er margt óljóst enn en Eiríkur segir fréttirnar hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kom öllum á óvart, enda í fyrsta sinn sem við sjáum mál af slíkum toga. Hinsvegar hafði saksóknarinn varað við þessari niðurstöðu, héldi Ísraelsher áfram framferði sínu á Gaza. Útfrá því ætti þetta ekki að koma á óvart, en vegna þess hversu stóra atburður þetta sé hlýtur hann að vekja eftirtekt.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Karim Khan aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins kemur fram að meðal ákæruliða gagnvart þremur leiðtogum Hamas séu morð, gíslataka, nauðganir og kynferðisofbeldi. Þá telur Khan að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins, beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Palestínuríkis á Gasa frá 7. október á síðasta ári. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir dómstólinn hafa verið gagnrýndan í gegnum tíðina fyrir að beina sjónum sínum að öðrum svæðum en Vesturlöndum. „Bandamenn Vestrænna ríkja hafa viljað hafa hendur í hári leiðtoga í Afríku og annara sem hafa verið andstæðir Vesturlöndum.“ Þannig að það að saksóknarinn vilji fá handtökuskipun á Benjamin Netanjahú eru hreinlega stórfréttir. Stóra málið að hans mati sé þó það að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega ófært um að takast á við aðstæðurnar. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem á að vera vettvangur fyrir svona deilur, er algjörlega lamað í þessu máli. Það hefur reynst gjörsamlega vanhæft til að takast á við það. Það er einkum og sér í lagi vegna neitunarvalds Bandaríkjastjórnar.“ Margt óljóst enn Vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óskar eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Þá eru álitamál uppi um lögsögu dómstólsins sem nær ekki til Ísrael en Palestína er undir lögsögu dómstólsins, og á því byggir krafa saksóknara. Því er margt óljóst enn en Eiríkur segir fréttirnar hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kom öllum á óvart, enda í fyrsta sinn sem við sjáum mál af slíkum toga. Hinsvegar hafði saksóknarinn varað við þessari niðurstöðu, héldi Ísraelsher áfram framferði sínu á Gaza. Útfrá því ætti þetta ekki að koma á óvart, en vegna þess hversu stóra atburður þetta sé hlýtur hann að vekja eftirtekt.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira