Hlaðvarpsvinur LeBron líklegastur til að taka við Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2024 07:00 Næsti þjálfari Lakers? Mitchell Leff/Getty Images Leikmaðurinn fyrrverandi Jonathan Clay „JJ“ Reddick hefur óvænt verið orðaður við þjálfarastöðu Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Það vekur athygli þar sem undanfarnar vikur hefur hann haldið úti hlaðvarpi með LeBron James, skærustu stjörnu Lakers. Reddick og LeBron eru fæddir árið 1984 og verða því fertugir á árinu. Á meðan Reddick hefur lagt skóna á hilluna og snúið sér að leikgreiningu í sjónvarpi sem og hlaðvarpi þá er LeBron enn í fullu fjöri með Lakers. Reddick lék alls 15 tímabil í NBA-deildinni. Hann var leikmaður Orlando Magic frá 2006 til 2013. Þaðan fór hann til Milwaukee Bucks, Los Angeles Clippers, Philadelphia 76ers, New Orleans Pelicans og loks Dallas Mavericks áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2021. Síðan hefur hefur hann starfað fyrir ESPN. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Reddick gæti fært sig yfir í þjálfun. LeBron og félagar eru í þjálfaraleit en Darvin Ham var látinn taka poka sinn eftir að Lakers tapaði fyrir Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Félagið hefur fengið hinn goðsagnakennda Coach K, Mike Krzyzewski, til aðstoða sig við leitina. Sá þjálfaði háskólalið Duke frá 1980 til 2021 en það er skólinn sem Reddick spilaði fyrir á sínum tíma. Það hefur verið staðfest að Reddick sé meðal þeirra nafna sem eru á blaði hjá Lakers en nú hafa Jovan Buha, sérfræðingur The Athletic um Lakers, og hinn áreiðanlegi Shams Charania gefið til kynna að hann sé líklegasti kosturinn eins og staðan er í dag. The Lakers have begun meetings to discuss their head coaching job, interviewing JJ Redick, New Orleans’ James Borrego and Boston’s Sam Cassell, sources tell me and @ShamsCharania. More interviews to come.The latest at @TheAthletic: https://t.co/JGjkYPW4p3— Jovan Buha (@jovanbuha) May 21, 2024 Samkvæmt Buha og Charania er orðið á götunni að Lakers hafi trú á því að Reddick gæti fetað í fótspor Pat Riley. Sá var einnig leikmaður og hafði starfað í fjölmiðlum áður en hann gerðist þjálfari. Riley byrjaði reyndar sem aðstoðarþjálfari Lakers, og varð meistari sem slíkur, áður en hann tók við liðinu og vann fjóra titla til viðbótar. Riley endurtók svo leikinn með Miami Heat árið 2006 og starfar enn þann í dag fyrir félagið. Þau sem valdið hafa hjá Lakers trúa að Reddick búi yfir svipuðum eiginleikum og Riley. Þá trúa þau einnig að hann gæti hjálpað liðinu til skamms tíma og ef vel fer þá gæti hann stýrt því næstu árin. Reddick hefur undanfarnar vikur haldið úti hlaðvarpinu Mind the Game með LeBron. Þar sitja þeir félagar og ræða körfubolta í þaula ásamt því að gæða sér á rauðvíni. Þegar hlaðvarpið fór fyrst af stað var grínast með það að LeBron væri að undirbúa Reddick fyrir þjálfarastarf Lakers. Nú virðist hreinlega sem það gæti orðið að veruleika. Körfubolti NBA Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Hörð rimma granna NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Sjá meira
Reddick og LeBron eru fæddir árið 1984 og verða því fertugir á árinu. Á meðan Reddick hefur lagt skóna á hilluna og snúið sér að leikgreiningu í sjónvarpi sem og hlaðvarpi þá er LeBron enn í fullu fjöri með Lakers. Reddick lék alls 15 tímabil í NBA-deildinni. Hann var leikmaður Orlando Magic frá 2006 til 2013. Þaðan fór hann til Milwaukee Bucks, Los Angeles Clippers, Philadelphia 76ers, New Orleans Pelicans og loks Dallas Mavericks áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2021. Síðan hefur hefur hann starfað fyrir ESPN. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Reddick gæti fært sig yfir í þjálfun. LeBron og félagar eru í þjálfaraleit en Darvin Ham var látinn taka poka sinn eftir að Lakers tapaði fyrir Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Félagið hefur fengið hinn goðsagnakennda Coach K, Mike Krzyzewski, til aðstoða sig við leitina. Sá þjálfaði háskólalið Duke frá 1980 til 2021 en það er skólinn sem Reddick spilaði fyrir á sínum tíma. Það hefur verið staðfest að Reddick sé meðal þeirra nafna sem eru á blaði hjá Lakers en nú hafa Jovan Buha, sérfræðingur The Athletic um Lakers, og hinn áreiðanlegi Shams Charania gefið til kynna að hann sé líklegasti kosturinn eins og staðan er í dag. The Lakers have begun meetings to discuss their head coaching job, interviewing JJ Redick, New Orleans’ James Borrego and Boston’s Sam Cassell, sources tell me and @ShamsCharania. More interviews to come.The latest at @TheAthletic: https://t.co/JGjkYPW4p3— Jovan Buha (@jovanbuha) May 21, 2024 Samkvæmt Buha og Charania er orðið á götunni að Lakers hafi trú á því að Reddick gæti fetað í fótspor Pat Riley. Sá var einnig leikmaður og hafði starfað í fjölmiðlum áður en hann gerðist þjálfari. Riley byrjaði reyndar sem aðstoðarþjálfari Lakers, og varð meistari sem slíkur, áður en hann tók við liðinu og vann fjóra titla til viðbótar. Riley endurtók svo leikinn með Miami Heat árið 2006 og starfar enn þann í dag fyrir félagið. Þau sem valdið hafa hjá Lakers trúa að Reddick búi yfir svipuðum eiginleikum og Riley. Þá trúa þau einnig að hann gæti hjálpað liðinu til skamms tíma og ef vel fer þá gæti hann stýrt því næstu árin. Reddick hefur undanfarnar vikur haldið úti hlaðvarpinu Mind the Game með LeBron. Þar sitja þeir félagar og ræða körfubolta í þaula ásamt því að gæða sér á rauðvíni. Þegar hlaðvarpið fór fyrst af stað var grínast með það að LeBron væri að undirbúa Reddick fyrir þjálfarastarf Lakers. Nú virðist hreinlega sem það gæti orðið að veruleika.
Körfubolti NBA Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Hörð rimma granna NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn