„Viltu passa mig?“ Sniglar höfða til kærleikans í umferðinni Sniglar Bifhjólasamtök lýðveldisins 10. júní 2024 10:00 Jokka vill höfða til manngæsku í nýju átaki Snigla. „Við erum alltaf að skamma fólk, „Hættu í símanum! Ekki drepa mig!“ Okkur langar að breyta þessu og höfða til kærleikans. Við erum öll manneskjur á ólíkum farartækjum og viljum bara fá að koma heil heim eins og allir,“ segir Jokka, sem er í stjórn Snigla Bifhjólasamtaka lýðveldisins, en í nýrri herferð samtakanna á Tiktok biður mótorhjólafólk bílstjóra í umferðinn um að passa það. Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Sniglar Bifhjólasamtök lýðveldisins eru ein þeirra sem taka þátt í átakinu. Fyrirmyndin að herferð Snigla er Tiktok trend sem kallast Adopt a Biker, og gengur út á að bílstjórar sem sjá hjólafólk í umferðinni „taki það að sér" og passi það. Skipti jafnvel um akreinar til að vera á eftir hjólamanneskjunni og halda bilinu svo það verði ekki keyrt aftan á það. „Við snöruðum þessu yfir á íslensku, „Viltu passa mig?“ en það er barnslega einlægt að biðja einhvern um að passa sig og höfðar til manngæsku í fólki. Ef vinkona mín segir til dæmis „æi viltu passa mig í kvöld“ á djamminu þá er ég alltaf með varann á mér með hana. Við vitum vel að ef einhver biður mann um að passa sig þá er maður með augun á viðkomandi.“ Klippa: „Viltu passa mig?“ Sniglar höfða til kærleikans í umferðinni Ökumenn oft ómeðvitaðir um minni farartæki „Við viljum að umferðin sé meðvituð um hjólafólk, líka vespur, rafhjól, hlaupahjól og auðvitað gangandi vegfarendur en við Sniglar einblínum auðvitað sem mest á okkar fólk. Mótorhjól eru lítil, snögg upp í hraða og lendum við oft í því að ökumenn sjá okkur ekki og margir eru ómeðvitaðir um okkur því miður,“ segir Jokka. Líttu tvisvar Áminningin „Líttu tvisvar" sem hefur verið slagorð Snigla til margra ára á því alltaf við. „Líttu tvisvar“ er enn í fullu gildi og við höldum því svo sannarlega á lofti. „Sniglar eru 40 ára á þessu ári og af því tilefni er afmælisútgáfa á peysunum okkar og stendur aftan á þeim „Líttu tvisvar" með endurskini til að leggja enn meiri áherslu á það. Eins er hægt að fá límmiða í bíla sem á stendur „Sérðu mótorhjól, líttu tvisvar" og er hægt að fá svona límmiða gefins í Sniglaheimilinu ef fólk vill.“ Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið; F.Í.B, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga. Umferð Umferðaröryggi Umferðarátak 2024 Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Fleiri fréttir Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 Sjá meira
Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Sniglar Bifhjólasamtök lýðveldisins eru ein þeirra sem taka þátt í átakinu. Fyrirmyndin að herferð Snigla er Tiktok trend sem kallast Adopt a Biker, og gengur út á að bílstjórar sem sjá hjólafólk í umferðinni „taki það að sér" og passi það. Skipti jafnvel um akreinar til að vera á eftir hjólamanneskjunni og halda bilinu svo það verði ekki keyrt aftan á það. „Við snöruðum þessu yfir á íslensku, „Viltu passa mig?“ en það er barnslega einlægt að biðja einhvern um að passa sig og höfðar til manngæsku í fólki. Ef vinkona mín segir til dæmis „æi viltu passa mig í kvöld“ á djamminu þá er ég alltaf með varann á mér með hana. Við vitum vel að ef einhver biður mann um að passa sig þá er maður með augun á viðkomandi.“ Klippa: „Viltu passa mig?“ Sniglar höfða til kærleikans í umferðinni Ökumenn oft ómeðvitaðir um minni farartæki „Við viljum að umferðin sé meðvituð um hjólafólk, líka vespur, rafhjól, hlaupahjól og auðvitað gangandi vegfarendur en við Sniglar einblínum auðvitað sem mest á okkar fólk. Mótorhjól eru lítil, snögg upp í hraða og lendum við oft í því að ökumenn sjá okkur ekki og margir eru ómeðvitaðir um okkur því miður,“ segir Jokka. Líttu tvisvar Áminningin „Líttu tvisvar" sem hefur verið slagorð Snigla til margra ára á því alltaf við. „Líttu tvisvar“ er enn í fullu gildi og við höldum því svo sannarlega á lofti. „Sniglar eru 40 ára á þessu ári og af því tilefni er afmælisútgáfa á peysunum okkar og stendur aftan á þeim „Líttu tvisvar" með endurskini til að leggja enn meiri áherslu á það. Eins er hægt að fá límmiða í bíla sem á stendur „Sérðu mótorhjól, líttu tvisvar" og er hægt að fá svona límmiða gefins í Sniglaheimilinu ef fólk vill.“ Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið; F.Í.B, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga.
Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið; F.Í.B, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga.
Umferð Umferðaröryggi Umferðarátak 2024 Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Fleiri fréttir Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 Sjá meira