„Annað hvort eigum við að hætta allar eða mæta allar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2024 10:30 Argentínska landsliðið var með á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi árið 2023. Getty/Jose Breton Leikmenn argentínska kvennalandsliðsins í fótbolta voru spurðar út í fjarveru liðsfélaga sinna þegar vængbrotið landslið þeirra kom saman í gær. Fjórar landsliðskonur mótmæltu slökum aðbúnaði og lélegum launum með því að hætta í landsliðinu. Leikmennirnir sem eftir standa segjast skilja þetta en að þær ætla að berjast fyrir betri kjörum og umbætum innan frá. Markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmennirnir Julieta Cruz og Eliana Stábile sem og miðjumaðurinn Lorena Benítez hættu allar í landsliðinu fyrir tvo vináttulandsleiki við Kosta Ríka. Þær halda því fram að argentínska knattspyrnusambandið hafi sýnt þeim vanvirðingu og tilkynnt þeim það að þær fengu ekki greidd útgjöld fyrir þátttöku þeirra í þessum tveimur landsleikjum. Four Argentina women’s national team players step down in protestLorena Benítez, Julieta Cruz, Laurina Oliveros, and Eliana Stabile cited low investment and lack of answers from the Argentine Football Federation✍️ @fromero92 https://t.co/TKLYhNboLx— Buenos Aires Herald (@BAHeraldcom) May 29, 2024 „Við erum ekki sammála um að það sé rétt að yfirgefa landsliðið en við erum allar að berjast fyrir vexti kvennafótboltans,“ sagði framherjinn Rocío Bueno við blaðamenn. „Ég styð allt sem þær eru að biðja um en annað hvort eigum við að hætta allar eða mæta allar,“ sagði Bueno. ESPN segir frá. Leikmennirnir sem mættu ekki í landsliðsverkefnið sögðu meðal annars frá því að þær hefðu aðeins fengið samlokur með skinku og osti eftir æfingar sem er auðvitað ekki nóg fyrir íþróttakonur í fremstu röð. Yamila Rodríguez, sem spilar með brasilíska liðinu Palmeiras, sagði að liðsfélagar sínar hefðu reiðst yfir því sem hefur gengið á að undanförnu á bak við tjöldin. „Ég ræddi þetta við þær og þær skildu mig alveg. Ég skil þær. Við erum ekki á móti þeim. Við erum allar liðsfélagar. Ég tel að þær hafi ekki fundið réttan tímapunkt til að segja frá þessu,“ sagði Rodríguez. Argentínski kvennafótboltinn tók upp atvinnumennsku árið 2019 eftir verkfall þar sem landsliðskonur voru í fararbroddi. Samt sem áður hefur lítið batnað hvað varðar laun og aðstæður síðan þá. „Þetta er sorgleg staða. Ég sagði þeim að ég virði þeirra ákvörðun. Ég skil hana en við sem erum hér trúum því að það sé betra að fara aðra leið. Með samtali og vinnu innan frá til að stækka kvennafótboltann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Germán Portanova. Argentína Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Fjórar landsliðskonur mótmæltu slökum aðbúnaði og lélegum launum með því að hætta í landsliðinu. Leikmennirnir sem eftir standa segjast skilja þetta en að þær ætla að berjast fyrir betri kjörum og umbætum innan frá. Markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmennirnir Julieta Cruz og Eliana Stábile sem og miðjumaðurinn Lorena Benítez hættu allar í landsliðinu fyrir tvo vináttulandsleiki við Kosta Ríka. Þær halda því fram að argentínska knattspyrnusambandið hafi sýnt þeim vanvirðingu og tilkynnt þeim það að þær fengu ekki greidd útgjöld fyrir þátttöku þeirra í þessum tveimur landsleikjum. Four Argentina women’s national team players step down in protestLorena Benítez, Julieta Cruz, Laurina Oliveros, and Eliana Stabile cited low investment and lack of answers from the Argentine Football Federation✍️ @fromero92 https://t.co/TKLYhNboLx— Buenos Aires Herald (@BAHeraldcom) May 29, 2024 „Við erum ekki sammála um að það sé rétt að yfirgefa landsliðið en við erum allar að berjast fyrir vexti kvennafótboltans,“ sagði framherjinn Rocío Bueno við blaðamenn. „Ég styð allt sem þær eru að biðja um en annað hvort eigum við að hætta allar eða mæta allar,“ sagði Bueno. ESPN segir frá. Leikmennirnir sem mættu ekki í landsliðsverkefnið sögðu meðal annars frá því að þær hefðu aðeins fengið samlokur með skinku og osti eftir æfingar sem er auðvitað ekki nóg fyrir íþróttakonur í fremstu röð. Yamila Rodríguez, sem spilar með brasilíska liðinu Palmeiras, sagði að liðsfélagar sínar hefðu reiðst yfir því sem hefur gengið á að undanförnu á bak við tjöldin. „Ég ræddi þetta við þær og þær skildu mig alveg. Ég skil þær. Við erum ekki á móti þeim. Við erum allar liðsfélagar. Ég tel að þær hafi ekki fundið réttan tímapunkt til að segja frá þessu,“ sagði Rodríguez. Argentínski kvennafótboltinn tók upp atvinnumennsku árið 2019 eftir verkfall þar sem landsliðskonur voru í fararbroddi. Samt sem áður hefur lítið batnað hvað varðar laun og aðstæður síðan þá. „Þetta er sorgleg staða. Ég sagði þeim að ég virði þeirra ákvörðun. Ég skil hana en við sem erum hér trúum því að það sé betra að fara aðra leið. Með samtali og vinnu innan frá til að stækka kvennafótboltann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Germán Portanova.
Argentína Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti