Fjögurra mánaða bann fyrir að sýna ekki stuðning við hinsegin fólk Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. maí 2024 15:44 Hér sést greinilega hvernig Camara huldi merkið ólíkt öðrum leikmönnum. vísir / getty Mohamed Camara, leikmaður AS Monaco, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða bann af franska knattspyrnusambandinu fyrir að hylja merki til stuðnings LGBTQ+ samfélagsins á treyju sinni. Öll lið frönsku deildarinnar sýndu hinsegin fólki stuðning í lokaumferðinni eins og þau hafa gert síðustu ár. Leikmenn Monaco voru allir klæddir treyjum með rauðum kross á bringunni gegn Nantes, í leik sem Monaco vann 4-0. Camara greip til eigin ráða og setti hvítt límband yfir krossinn. Hann bar fyrir sig að þetta væri gert af trúarlegum ástæðum en Camara er múslimi, honum þótti þó ekki ástæða til að hylja veðmálafyrirtækið sem auglýsir á stuttbuxum Monaco, en veðmál ganga sannarlega gegn íslömskum gildum. Sömuleiðis neitaði Camara að vera með á liðsmynd þar sem leikmenn Monaco héldu upp skilti til stuðnings við alþjóðlegan dag gegn hinsegin hatri. Þetta athæfi Camara reitti marga til reiði, þeirra á meðal íþróttamálaráðherra Frakklands. Camara hefur nú hlotið fjögurra mánaða keppnisbann frá franska knattspyrnusambandinu. Framkvæmdastjóri Monaco segir félagið samþykkja bannið og muni ekki áfrýja. Þetta er í fyrsta sinn sem franska knattspyrnusambandið dæmir leikmann í bann fyrir að taka ekki þátt í stuðningi við LGBTQ+ samfélagið. Framtakið hefur verið hluti af lokaumferð deildarinnar síðan 2021. Idrissa Gana Gueye, leikmaður PSG, neitaði sjálfur að taka þátt í lokaumferðunum 2021 og 2022 þegar PSG spilaði með regnbogalitaðar tölur aftan á treyjunni. Þá ákvað Toulouse á síðasta ári að skilja nokkra leikmenn eftir utan hóps þegar heyrðist af því að þær myndu ekki styðja málstaðinn. Franski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Sjá meira
Öll lið frönsku deildarinnar sýndu hinsegin fólki stuðning í lokaumferðinni eins og þau hafa gert síðustu ár. Leikmenn Monaco voru allir klæddir treyjum með rauðum kross á bringunni gegn Nantes, í leik sem Monaco vann 4-0. Camara greip til eigin ráða og setti hvítt límband yfir krossinn. Hann bar fyrir sig að þetta væri gert af trúarlegum ástæðum en Camara er múslimi, honum þótti þó ekki ástæða til að hylja veðmálafyrirtækið sem auglýsir á stuttbuxum Monaco, en veðmál ganga sannarlega gegn íslömskum gildum. Sömuleiðis neitaði Camara að vera með á liðsmynd þar sem leikmenn Monaco héldu upp skilti til stuðnings við alþjóðlegan dag gegn hinsegin hatri. Þetta athæfi Camara reitti marga til reiði, þeirra á meðal íþróttamálaráðherra Frakklands. Camara hefur nú hlotið fjögurra mánaða keppnisbann frá franska knattspyrnusambandinu. Framkvæmdastjóri Monaco segir félagið samþykkja bannið og muni ekki áfrýja. Þetta er í fyrsta sinn sem franska knattspyrnusambandið dæmir leikmann í bann fyrir að taka ekki þátt í stuðningi við LGBTQ+ samfélagið. Framtakið hefur verið hluti af lokaumferð deildarinnar síðan 2021. Idrissa Gana Gueye, leikmaður PSG, neitaði sjálfur að taka þátt í lokaumferðunum 2021 og 2022 þegar PSG spilaði með regnbogalitaðar tölur aftan á treyjunni. Þá ákvað Toulouse á síðasta ári að skilja nokkra leikmenn eftir utan hóps þegar heyrðist af því að þær myndu ekki styðja málstaðinn.
Franski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Sjá meira