„Unga fólkið er klárlega að velja okkar framboð“ Ólafur Björn Sverrisson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. júní 2024 12:02 Halla mætti á kjörstað ásamt fjölskyldunni. ragnar visage Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi kaus í ráðhúsinu ásamt fjölskyldu sinni í dag. Hún segir ljóst að unga fólkið velji hennar framboð og vonar að það skili sér á kjörstað í dag. „Ekki síst þykir mér vænt um að í gærkvöldi sá ég tölur sem sýna að unga fólkið sé klárlega að velja okkar framboð. Það var eitthvað sem skipti okkur sköpum í okkar framboði þannig að mér líður nú þegar eins og við höfum náð að hafa jákvæð áhrif og gera gagn. Ég vona bara að unga fólkið skili sér á kjörstað, það skiptir auðvitað öllu máli fyrir heilbrigt lýðræði og þeirra framtíð,“ segir Halla. Hún segir meira „skoðanakannanablæti“ hafa viðgengist í þessari kosningabaráttu, samanborið við þá sem háð var árið 2016. „En að öðru leyti er þetta svipað. Eigum við ekki að segja að stundum hafi ég staldrað við orðræðuna í samfélaginu núna. Ég tel að við sem erum í framboði eigum alltaf að lyfta okkur upp fyrir það og sýna gott fordæmi. Það höfum við gert og ég held að það hafi fallið fólki vel. Við höfum horft á styrkleika annarra meðframbjóðenda og styrkleikana í okkar framboði og hvaða sýn við höfum á embættið. Aldrei reynt að níða skóinn af öðrum, enda eigum sem erum í framboði ekki að gera það.“ Halla er bjartsýn.ragnar visage Hvernig ætlið þið að verja restinni af deginum? „Við ætlum að leyfa okkur að fara út að borða saman, við höfum ekki náð máltíð saman í svolítinn tíma fjölskyldan þannig það stendur til að fá sér að borða. Svo ætlum við að hitta kjósendur á kosningaskrifstofunni, fara í nokkur viðtöl, kosningavaka í Grósku í kvöld. Við ætlum bara að njóta þessa dags, þetta er lýðræðisveisla. Við eigum öll að fagna þessum degi og ég upplifi að landinn ætli svo sannarlega að gera það.“ Kaust þú rétt? „Ég kýs alltaf rétt, með hjartanu,“ segir Halla að lokum. Atkvæðinu komið til skila.ragnar visage Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
„Ekki síst þykir mér vænt um að í gærkvöldi sá ég tölur sem sýna að unga fólkið sé klárlega að velja okkar framboð. Það var eitthvað sem skipti okkur sköpum í okkar framboði þannig að mér líður nú þegar eins og við höfum náð að hafa jákvæð áhrif og gera gagn. Ég vona bara að unga fólkið skili sér á kjörstað, það skiptir auðvitað öllu máli fyrir heilbrigt lýðræði og þeirra framtíð,“ segir Halla. Hún segir meira „skoðanakannanablæti“ hafa viðgengist í þessari kosningabaráttu, samanborið við þá sem háð var árið 2016. „En að öðru leyti er þetta svipað. Eigum við ekki að segja að stundum hafi ég staldrað við orðræðuna í samfélaginu núna. Ég tel að við sem erum í framboði eigum alltaf að lyfta okkur upp fyrir það og sýna gott fordæmi. Það höfum við gert og ég held að það hafi fallið fólki vel. Við höfum horft á styrkleika annarra meðframbjóðenda og styrkleikana í okkar framboði og hvaða sýn við höfum á embættið. Aldrei reynt að níða skóinn af öðrum, enda eigum sem erum í framboði ekki að gera það.“ Halla er bjartsýn.ragnar visage Hvernig ætlið þið að verja restinni af deginum? „Við ætlum að leyfa okkur að fara út að borða saman, við höfum ekki náð máltíð saman í svolítinn tíma fjölskyldan þannig það stendur til að fá sér að borða. Svo ætlum við að hitta kjósendur á kosningaskrifstofunni, fara í nokkur viðtöl, kosningavaka í Grósku í kvöld. Við ætlum bara að njóta þessa dags, þetta er lýðræðisveisla. Við eigum öll að fagna þessum degi og ég upplifi að landinn ætli svo sannarlega að gera það.“ Kaust þú rétt? „Ég kýs alltaf rétt, með hjartanu,“ segir Halla að lokum. Atkvæðinu komið til skila.ragnar visage
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira