Innlent

Fyrstu tölur úr Reykja­vík norður: Halla Tómas­dóttir er efst

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Halla Tómasdóttir er efst í Reykjavík norður.
Halla Tómasdóttir er efst í Reykjavík norður. Vísir

Halla Tómasdóttir er með flest atkvæði í Reykjavík norður með 31,9 prósent en á eftir henni kemur Katrín Jakobsdóttir með 27,9 prósent. Þetta var tilkynnt rétt í þessu. 

Taldir voru 21.152 atkvæði. Auðir seðlar voru 102. Ógildir seðlar voru 72. Helga Tómasdóttir hefur leitt í öllum kjördæmum eftir fyrstu tölur hingað til. 

Arnar Þór Jónsson er með 4,74 prósenta fylgi í kjördæminu, Ásdís Rán Gunnarsdóttir með 0,21 prósent, Ástþór Magnússon með 0,25 prósent, Baldur Þórhallsson með 8,45, Eiríkur Ingi Jóhannsson með 0,04 prósent fylgi.

Halla Hrund Logadóttir er með 13,21 prósent fylgi í fyrstu tölum, Helga Þórisdóttir með 0,11 prósent, Jón Gnarr með 12,25 prósent, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með 0,77 prósent og Viktor Traustason með 0,18 prósent fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×