Opna í hádeginu vegna skorts á sumarstarfsfólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2024 16:24 Sundlaugin í Varmahlíð verður að óbreyttu lokuð fyrir hádegi í sumar vegna sumarleyfis starfsmanna. Skagafjörður Ráðningar í sumarstörf í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð hafa ekki gengið sem skyldi og þarf að grípa til breytinga á opnunartíma þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Á virkum dögum verður sundlaugin ekki opnuð fyrr en klukkan tólf. Á annað hundrað manns eru búsett í Varmahlíð í miðjum Skagafirði. Staðsetning þorpsins við Þjóðveg 1 gerir að verkum að þúsundir fara í gegnum Varmahlíð á degi hverjum. Sundlaugin í bænum hefur notið nokkurra vinsælda með rennibraut fyrir börnin og sína heitu potta. Allajafna opnar sundlaugin dyrnar klukkan átta yfir vetrartímann og sjö á sumrin. Ekki í sumar. Monika Borgarsdóttir er starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Skárra um helgar „Það virðist bara enginn sækja um, eða eitthvað lítið um umsóknir. Landslagið virðist eitthvað öðruvísi í því í ár. Við fengum einn afleysingamann en þurfum helst tvo. Við ákváðum að reyna að finna einhverja lausn á því,“ segir Monika. Lausnin felst í því að sundlaugin verður opnuð klukkan tólf á hádegi í stað sjö að morgni. Þannig er haft að hafa eina vakt á dag í stað vaktaskipta um miðjan daginn eins og áður var. „Svo lengjum við opnunartímann um klukkutíma um helgar,“ segir Monika. Það sé gert til að koma aðeins til móts við fólkið þegar meira er að gera. Á góðviðrisdegi mæti vel á annað hundrað í laugina en geti verið mörg hundruð um helgar. Ættamót fari reglulega fram í sveitinni og tjaldsvæði sé á næstu grösum. Snjóar á sundlaugargesti Viðbrögðin meðal þorpsbúa hafi verið viðbúðin. Fólki sé ekki skemmt að opnunartími sé skertur í stað þess að hann sé óbreyttur. Fastagestir séu fáir snemma morguns en fjölgi með morgningum. Þeir þurfi að bíða til hádegis eða skella sér á Sauðárkrók. Von er á að gestum fjölgi yfir sumartímann frá því sem var í vetur. Á þeim nótum bendir Monika á að það sé enn vetur með tilliti til veðurs. „Það er bara snjór hérna. Maður keyrir í krapi á veginum,“ segir Monika. Hún bætir við þeim tíðindum úr Varmahlíð að þar standi yfir framkvæmdir við nýjan leikskóla, þar sé heilmikið líf. Leikskólinn sem fyrir er sé sprunginn og því þurfi að stækka til að koma börnunum fyrir. Svo gæti auðvitað enn fundist hetja til að standa vaktina í sumar. Hægt er að sækja um starf í íþróttamiðstöðinni hér. Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Á annað hundrað manns eru búsett í Varmahlíð í miðjum Skagafirði. Staðsetning þorpsins við Þjóðveg 1 gerir að verkum að þúsundir fara í gegnum Varmahlíð á degi hverjum. Sundlaugin í bænum hefur notið nokkurra vinsælda með rennibraut fyrir börnin og sína heitu potta. Allajafna opnar sundlaugin dyrnar klukkan átta yfir vetrartímann og sjö á sumrin. Ekki í sumar. Monika Borgarsdóttir er starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Skárra um helgar „Það virðist bara enginn sækja um, eða eitthvað lítið um umsóknir. Landslagið virðist eitthvað öðruvísi í því í ár. Við fengum einn afleysingamann en þurfum helst tvo. Við ákváðum að reyna að finna einhverja lausn á því,“ segir Monika. Lausnin felst í því að sundlaugin verður opnuð klukkan tólf á hádegi í stað sjö að morgni. Þannig er haft að hafa eina vakt á dag í stað vaktaskipta um miðjan daginn eins og áður var. „Svo lengjum við opnunartímann um klukkutíma um helgar,“ segir Monika. Það sé gert til að koma aðeins til móts við fólkið þegar meira er að gera. Á góðviðrisdegi mæti vel á annað hundrað í laugina en geti verið mörg hundruð um helgar. Ættamót fari reglulega fram í sveitinni og tjaldsvæði sé á næstu grösum. Snjóar á sundlaugargesti Viðbrögðin meðal þorpsbúa hafi verið viðbúðin. Fólki sé ekki skemmt að opnunartími sé skertur í stað þess að hann sé óbreyttur. Fastagestir séu fáir snemma morguns en fjölgi með morgningum. Þeir þurfi að bíða til hádegis eða skella sér á Sauðárkrók. Von er á að gestum fjölgi yfir sumartímann frá því sem var í vetur. Á þeim nótum bendir Monika á að það sé enn vetur með tilliti til veðurs. „Það er bara snjór hérna. Maður keyrir í krapi á veginum,“ segir Monika. Hún bætir við þeim tíðindum úr Varmahlíð að þar standi yfir framkvæmdir við nýjan leikskóla, þar sé heilmikið líf. Leikskólinn sem fyrir er sé sprunginn og því þurfi að stækka til að koma börnunum fyrir. Svo gæti auðvitað enn fundist hetja til að standa vaktina í sumar. Hægt er að sækja um starf í íþróttamiðstöðinni hér.
Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira