Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 10:01 Age Hareide horfir yfir Wembley leikvanginn í Lundúnum þar sem Ísland leikur við England í kvöld. skjáskot / stöð 2 sport Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. „Þetta er frábært. Besti staðurinn fyrir fótboltaiðkun. Ég var hérna sem leikmaður fyrir 44 árum og man vel eftir því að hafa spilað gegn Englandi. Ég vona að strákarnir nýti tækifærið og sýni ást sína á leiknum. Þetta er besti staðurinn fyrir það,“ sagði Age Hareide eftir æfingu landsliðsins á Wembley í gær. Það hafa nokkur skakkaföll orðið úr hópnum. Orri Steinn Óskarsson, Willum Willumsson, Hlynur Freyr Karlsson og Mikael Egill Ellertsson þurftu allir að draga sig úr hópnum í vikunni. „Við vorum með nokkra leikmenn sem mættu tæpir og þeir náðu ekki að jafna sig. Það gerist í enda tímabilsins. Þeir sem koma inn eru heilir og munu nýta tækifærið, alltaf gott að sjá ný andlit.“ Åge lítur á þetta sem tækifæri til að leyfa öðrum leikmönnum að spreyta sig og auka breiddina í hópnum. „Við verðum að hrista hópinn saman. Við munum leita til nýrra leikmanna til að auka breiddina í liðinu og nýta tækifærin gegn Englandi og Hollandi til að bæta okkur sóknarlega. Það var svekkjandi að komast ekki á EM en við þurfum að horfa fram veginn og halda áfram okkar vinnu.“ Ekki ókunnugir stórleikjum Það eru tveir stórleikir framundan hjá Íslandi, fyrst gegn Englandi í dag og svo gegn Hollandi næsta mánudag. Það búast fáir við frábærum úrslitum en mikilvægt er að liðið láti ekki undan pressu. „Við spiluðum líka við stórlið í riðlakeppninni eins og Portúgal. Við mætum bara eins og alltaf, þéttir til baka en þurfum að standa okkur betur á boltanum. Reyna að halda honum svo við þreytumst ekki of fljótt, hvílum okkur á boltanum. Þetta er tækifæri til að sýna að við getum það.“ Andrúmsloftið á Wembley er engu líkt og uppselt er á leikinn á morgun. Það má búast við miklum látum. „Það ætti að vera það. Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft, þeir munu syngja Football‘s Coming Home eins og þeir gera vanalega. Ég mun njóta þess og vona að leikmennirnir geri það líka.“ Klippa: Viðtal við Age Hareide á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 „Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
„Þetta er frábært. Besti staðurinn fyrir fótboltaiðkun. Ég var hérna sem leikmaður fyrir 44 árum og man vel eftir því að hafa spilað gegn Englandi. Ég vona að strákarnir nýti tækifærið og sýni ást sína á leiknum. Þetta er besti staðurinn fyrir það,“ sagði Age Hareide eftir æfingu landsliðsins á Wembley í gær. Það hafa nokkur skakkaföll orðið úr hópnum. Orri Steinn Óskarsson, Willum Willumsson, Hlynur Freyr Karlsson og Mikael Egill Ellertsson þurftu allir að draga sig úr hópnum í vikunni. „Við vorum með nokkra leikmenn sem mættu tæpir og þeir náðu ekki að jafna sig. Það gerist í enda tímabilsins. Þeir sem koma inn eru heilir og munu nýta tækifærið, alltaf gott að sjá ný andlit.“ Åge lítur á þetta sem tækifæri til að leyfa öðrum leikmönnum að spreyta sig og auka breiddina í hópnum. „Við verðum að hrista hópinn saman. Við munum leita til nýrra leikmanna til að auka breiddina í liðinu og nýta tækifærin gegn Englandi og Hollandi til að bæta okkur sóknarlega. Það var svekkjandi að komast ekki á EM en við þurfum að horfa fram veginn og halda áfram okkar vinnu.“ Ekki ókunnugir stórleikjum Það eru tveir stórleikir framundan hjá Íslandi, fyrst gegn Englandi í dag og svo gegn Hollandi næsta mánudag. Það búast fáir við frábærum úrslitum en mikilvægt er að liðið láti ekki undan pressu. „Við spiluðum líka við stórlið í riðlakeppninni eins og Portúgal. Við mætum bara eins og alltaf, þéttir til baka en þurfum að standa okkur betur á boltanum. Reyna að halda honum svo við þreytumst ekki of fljótt, hvílum okkur á boltanum. Þetta er tækifæri til að sýna að við getum það.“ Andrúmsloftið á Wembley er engu líkt og uppselt er á leikinn á morgun. Það má búast við miklum látum. „Það ætti að vera það. Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft, þeir munu syngja Football‘s Coming Home eins og þeir gera vanalega. Ég mun njóta þess og vona að leikmennirnir geri það líka.“ Klippa: Viðtal við Age Hareide á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 „Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01
Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22
„Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45