Fótbolti

Fjöl­miðlar keppast við að lítil­lækka lands­liðið eftir tapið gegn Ís­landi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, mun aldeilis þurfa að svara fyrir sig á næsta blaðamannafundi.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, mun aldeilis þurfa að svara fyrir sig á næsta blaðamannafundi. vísir/getty

Landsliðsmenn Englands og þjálfari þeirra, Gareth Southgate, eru ekki háttskrifaðir í fjölmiðlum ytra eftir óvænt tap gegn Íslandi á Wembley í kvöld. 

Þetta var síðasti leikur Englands fyrir Evrópumótið sem hefst eftir rúma viku. Ísland var valinn sem andstæðingur og flestir bjuggust við auðveldum stemningssigri fyrir Englendingana. Svo varð aldeilis ekki. 

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1968 sem England tapar kveðjuleik fyrir stórmót og annað sinn sem liðið tapar fyrir Íslandi. 

Hér fyrir neðan má sjá hvað fjölmiðlar höfðu að segja um landsliðsmennina. Lítið púður fór í að hrósa Íslandi, þó eitthvað, en mest var því eytt í að skjóta niður Englendingana. 

Landsliðsmennirnir voru púaðir á eigin heimavelli. Ekkert frábær kveðja áður en haldið er á EM.Daily Mirror
Harry Kane og Kyle Walker þóttu slakastir af mörgum slökum.SkySports
Kampavín á Ís! var fyrirsögn eins slúðurblaðsins.Sun
Versta mögulega leiðin til að enda undirbúning fyrir stórmót.Guardian
Slógu 70 ára óeftirsótt met.Daily Mirror
Tötralegur tuskur sögðu þeir hjá Telegraph.Telegraph
Getulausir og berskjaldaðir. Baráttuandinn gjörsamlega bugaður. Úrslitin endurspegluðu leikinn.Daily mail
Vörnin í vandræðum og undirbúningurinn í uppnámi.

Tengdar fréttir

Jón Dagur: „Já þetta bara gerðist?“

Jón Dagur Þorsteinsson var hetja Íslendinga á Wembley í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands á Englandi. Flesta leikmenn dreymir um að upplifa tilfinninguna að skora á þessum sögufræga velli og nú er Jón Dagur búinn að krossa það af draumalistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×