Borgarstjórinn tekinn í listflug á flugsýningu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2024 08:40 Einar Þorsteinsson, þá formaður borgarráðs, flaug í rafmagnsflugvélinni TF-KWH á flugsýningunni í fyrra. Egill Aðalsteinsson Borgarstjórinn í Reykjavík, Einar Þorsteinsson, fer í listflug á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þetta verður meðal sýningaratriða á flugsýningu Flugmálafélags Íslands, sem stendur yfir milli klukkan 13 og 16. Flugstjórinn og listflugmaðurinn Snorri Bjarnvin Jónsson tekur borgarstjórann í listflugið á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, TF-BCX, sem smíðuð var árið 1982. Stór glerkúpull er yfir farþegaklefa flugvélarinnar þannig að Einar Þorsteinsson ætti að fá gott útsýni yfir borgina um leið og hann kútveltist í háloftunum. Áætlað er borgarstjórinn fari í loftið klukkan 14:20. Listflug á Yak 52, TF-BCX, á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í fyrra.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Áhugamenn um glæsiþotur fá sinn skerf. Þannig er áætlað að Gulfstream einkaþota lendi í miðri sýningu. Farþegaþotur frá Icelandair munu fljúga lágt yfir flugbrautinni og vélar frá Play birtast einnig yfir borginni. „Á flugsýningunni má með lifandi hætti sjá þann drifkraft og orku sem liggur í grasrót flugs á Íslandi. Á henni virðum við söguna, hið liðna, fögnum núinu og undirbúum framtíðina með því að vekja áhuga hjá komandi kynslóðum,” segir á heimasíðu flugsýningarinnar en Icelandair er aðalstyrktaraðili og Isavia helsti samstarfsaðili. Auk grasrótarinnar sýna nokkrir af helstu flugrekendum landsins dæmi um flugkost sinn. Landhelgisgæslan sýnir þyrlur, flugmælingavél Isavia verður á ferðinni og þyrlur frá Norðurflugi og Heliair leika listir sínar. Svifvængjamenn á sýningunni í fyrrasumar.HAFSTEINN SNÆR ÞORSTEINSSON Fyrsta atriðið klukkan 13 verður sviffluga dregin á loft en einnig verður listflug á svifflugu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH flýgur, stuttflugbrautarflugtök og lendingar verða sýnd, svifvængir og fisflugvélar svífa yfir, kappflugmenn sýna kappflug dróna og stærsta dróna landsins verður flogið. Kannski verður magnaðasta atriði sýningarinnar þó flug listflugmannsins Luke Penners. Áætlað er að það hefjist klukkan 13:55 og standi í tólf mínútur. Sýningarsvæðið við Loftleiðahótelið verður opnað á hádegi klukkan 12. Aðgangur er ókeypis. Gestum er bent á bílastæði í kringum hótelið en einnig við Háskólann í Reykjavík og í Nauthólsvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugsýningunni í fyrrasumar: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. 3. júní 2023 22:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Flugstjórinn og listflugmaðurinn Snorri Bjarnvin Jónsson tekur borgarstjórann í listflugið á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, TF-BCX, sem smíðuð var árið 1982. Stór glerkúpull er yfir farþegaklefa flugvélarinnar þannig að Einar Þorsteinsson ætti að fá gott útsýni yfir borgina um leið og hann kútveltist í háloftunum. Áætlað er borgarstjórinn fari í loftið klukkan 14:20. Listflug á Yak 52, TF-BCX, á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í fyrra.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Áhugamenn um glæsiþotur fá sinn skerf. Þannig er áætlað að Gulfstream einkaþota lendi í miðri sýningu. Farþegaþotur frá Icelandair munu fljúga lágt yfir flugbrautinni og vélar frá Play birtast einnig yfir borginni. „Á flugsýningunni má með lifandi hætti sjá þann drifkraft og orku sem liggur í grasrót flugs á Íslandi. Á henni virðum við söguna, hið liðna, fögnum núinu og undirbúum framtíðina með því að vekja áhuga hjá komandi kynslóðum,” segir á heimasíðu flugsýningarinnar en Icelandair er aðalstyrktaraðili og Isavia helsti samstarfsaðili. Auk grasrótarinnar sýna nokkrir af helstu flugrekendum landsins dæmi um flugkost sinn. Landhelgisgæslan sýnir þyrlur, flugmælingavél Isavia verður á ferðinni og þyrlur frá Norðurflugi og Heliair leika listir sínar. Svifvængjamenn á sýningunni í fyrrasumar.HAFSTEINN SNÆR ÞORSTEINSSON Fyrsta atriðið klukkan 13 verður sviffluga dregin á loft en einnig verður listflug á svifflugu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH flýgur, stuttflugbrautarflugtök og lendingar verða sýnd, svifvængir og fisflugvélar svífa yfir, kappflugmenn sýna kappflug dróna og stærsta dróna landsins verður flogið. Kannski verður magnaðasta atriði sýningarinnar þó flug listflugmannsins Luke Penners. Áætlað er að það hefjist klukkan 13:55 og standi í tólf mínútur. Sýningarsvæðið við Loftleiðahótelið verður opnað á hádegi klukkan 12. Aðgangur er ókeypis. Gestum er bent á bílastæði í kringum hótelið en einnig við Háskólann í Reykjavík og í Nauthólsvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugsýningunni í fyrrasumar:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. 3. júní 2023 22:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. 3. júní 2023 22:18