Fimm af flottari EM mörkum þessarar aldar Íþróttadeild Vísis skrifar 13. júní 2024 12:01 David Marshall prýddi forsíður blaðanna eftir kómíska tilraun sína til að verja langskot Patrik Schick á EM 2020. EPA-EFE/Andy Buchanan Evrópumót karla í knattspyrnu hefst með leik Þýskalands og Skotlands á morgun, föstudag. Að því tilefni tók Vísir saman fimm af skemmtilegri EM mörkum þessarar aldar. Um er að ræða fimm mörk sem skoruð voru á EM 2004, 2016 og 2020 þó síðastnefnda mótið hafi farið fram ári síðar. Vert er að taka fram að mörk Íslands á EM í Frakklandi 2016 komu ekki til greina. Mörkin má sjá hér að neðan en þau eru ekki í neinni sérstakri röð. Á EM 2004 skoraði hinn sænski Zlatan Ibrahimović þetta stórskemmtilega mark gegn Ítalíu þar sem hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Gianluigi Buffon. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem hjálpaði Svíþjóð að komast í útsláttarkeppnina ásamt Dönum á meðan Ítalía sat eftir með sárt ennið. 🇸🇪 Zlatan Ibrahimović doing the impossible #OTD at EURO 2004... 🤯🤯🤯@Ibra_official | @svenskfotboll pic.twitter.com/my7p7XUnfe— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2022 Á sama móti skoraði Portúgalinn Maniche með frábæru skoti eftir sem Edwin van der Sar réð ekki við í marki Hollands. Um var að ræða leik í undanúrslitum sem Portúgal vann 2-1. 🇵🇹 This strike from Maniche! 🤯#OTD at EURO 2004 | @selecaoportugal pic.twitter.com/nY95zC3I8R— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2023 Það var ekki aðeins Ísland sem kom á óvart árið 2016 en Wales fór alla leið í undanúrslit þar sem liðið lá gegn verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Í 8-liða úrslitum vann Wales frækinn sigur á Belgíu sem var talið vera eitt af sterkustu liðum mótsins. Þar skoraði Hal Robson-Kanu mark sem Walesverjar, og Belgar, munu seint gleyma. 🏴 Hal Robson-Kanu 😱⏪ Who remembers this iconic EURO goal?@RobsonKanu | @Cymru pic.twitter.com/azSMg2jbS0— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) December 27, 2021 Á sama móti skoraði Xerdan Shaqiri frábært mark sem kom Sviss í vítaspyrnukeppni gegn Póllandi í 8-liða úrslitum. Það dugði þó ekki þar sem Pólland fór með sigur af hólmi en markið stendur eftir sem eitt af flottari mörkum mótsins og EM almennt. 🤯 Name a better EURO goal than this!🇨🇭 Happy birthday, Xherdan Shaqiri 🎈#HBD | @SFV_ASF | @XS_11official pic.twitter.com/iCbYxtnMli— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 10, 2020 Síðast en ekki síst er komið að marki sem Skotar fengu á sig á síðasta Evrópumóti. Tékkinn Patrik Schick sem í dag spilar fyrir Bayer Leverkusen lét þá vaða í fyrsta við miðlínu þegar Tékklar sóttu hratt. Schick er eflaust fullur sjálfstrausts eftir tímabilið með Leverkusen og hver veit nema hann láti vaða af svipuðu færi í sumar. #GoalOfTheDay | Patrik Schick vs Scotland (2021) https://t.co/6x4gmbCXbk— EuroFoot (@eurofootcom) December 23, 2022 Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira
Um er að ræða fimm mörk sem skoruð voru á EM 2004, 2016 og 2020 þó síðastnefnda mótið hafi farið fram ári síðar. Vert er að taka fram að mörk Íslands á EM í Frakklandi 2016 komu ekki til greina. Mörkin má sjá hér að neðan en þau eru ekki í neinni sérstakri röð. Á EM 2004 skoraði hinn sænski Zlatan Ibrahimović þetta stórskemmtilega mark gegn Ítalíu þar sem hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Gianluigi Buffon. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem hjálpaði Svíþjóð að komast í útsláttarkeppnina ásamt Dönum á meðan Ítalía sat eftir með sárt ennið. 🇸🇪 Zlatan Ibrahimović doing the impossible #OTD at EURO 2004... 🤯🤯🤯@Ibra_official | @svenskfotboll pic.twitter.com/my7p7XUnfe— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2022 Á sama móti skoraði Portúgalinn Maniche með frábæru skoti eftir sem Edwin van der Sar réð ekki við í marki Hollands. Um var að ræða leik í undanúrslitum sem Portúgal vann 2-1. 🇵🇹 This strike from Maniche! 🤯#OTD at EURO 2004 | @selecaoportugal pic.twitter.com/nY95zC3I8R— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2023 Það var ekki aðeins Ísland sem kom á óvart árið 2016 en Wales fór alla leið í undanúrslit þar sem liðið lá gegn verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Í 8-liða úrslitum vann Wales frækinn sigur á Belgíu sem var talið vera eitt af sterkustu liðum mótsins. Þar skoraði Hal Robson-Kanu mark sem Walesverjar, og Belgar, munu seint gleyma. 🏴 Hal Robson-Kanu 😱⏪ Who remembers this iconic EURO goal?@RobsonKanu | @Cymru pic.twitter.com/azSMg2jbS0— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) December 27, 2021 Á sama móti skoraði Xerdan Shaqiri frábært mark sem kom Sviss í vítaspyrnukeppni gegn Póllandi í 8-liða úrslitum. Það dugði þó ekki þar sem Pólland fór með sigur af hólmi en markið stendur eftir sem eitt af flottari mörkum mótsins og EM almennt. 🤯 Name a better EURO goal than this!🇨🇭 Happy birthday, Xherdan Shaqiri 🎈#HBD | @SFV_ASF | @XS_11official pic.twitter.com/iCbYxtnMli— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 10, 2020 Síðast en ekki síst er komið að marki sem Skotar fengu á sig á síðasta Evrópumóti. Tékkinn Patrik Schick sem í dag spilar fyrir Bayer Leverkusen lét þá vaða í fyrsta við miðlínu þegar Tékklar sóttu hratt. Schick er eflaust fullur sjálfstrausts eftir tímabilið með Leverkusen og hver veit nema hann láti vaða af svipuðu færi í sumar. #GoalOfTheDay | Patrik Schick vs Scotland (2021) https://t.co/6x4gmbCXbk— EuroFoot (@eurofootcom) December 23, 2022
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira