Ósanngjarnt að Íslendingar borgi íbúðina tvisvar eða þrisvar Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 21:02 Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði Íslendinga tapa árlega miklum fjármunum á því að vera með krónuna. Peningum sem hægt væri að verja í önnur og mikilvægari verkefni. Vísir/Arnar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar byrjaði ræðu sína í eldhúsdagsumræðum á því að ræða veðrið á Íslandi og það lága hitastig sem við búum við. Hann sagði á sama tíma það vera alveg sturlað að sama tala væri á stýrivöxtum mánuðum saman og meðalhitastigi á sumrin. „Mánuðum saman, langtímum saman, eru stýrivextir á Íslandi þeir sömu tölu og meðalhiti í sumarmánuði. Þetta er alger sturlun. Þetta er mannanna verk,“ sagði Sigmar í ræðu sinni. Hann sagði hitann stundum fara hærra, jafnvel í 17 gráður. Sem sé einmitt sama tala og vextir á yfirdráttarlánum. Þetta væri staðan í íslenska krónu hagkerfinu. „Við erum að glíma við vaxtaokur og verðbólgu brjálæði. Vextir eru alltaf hærri hérna á Íslandi og verðbólga er alltaf hærri hér á Íslandi heldur en í nágrannalöndunum. Þetta er óréttlátt. Það er óréttlátt að íslensk heimili þurfi að borga meira en tíu prósent í vexti á sinni dýrustu fjárfestingu, sem er húsnæði. Það er staðan í dag, rúmlega tíu prósent vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum. Þetta er óréttlátt. Það er óréttlátt að við Íslendingar þurfum að borga íbúðina okkar, ungt fólk, íbúðina sína, fasteignina sína, tvisvar til þrisvar á meðan fólk í nágrannalöndunum gerir það ekki,“ sagði Sigmar á þingi í kvöld. Viðreisn einu sem vilja breyta Hann sagði sömuleiðis óréttlátt að lítil og millistór fyrirtæki búi við erfitt vaxtaumhverfi og að stærstu fyrirtækin geti labbað út úr krónuhagkerfinu. Hann sagði Viðreisn eina flokkinn sem vilji breyta þessu með því að skipta um gjaldmiðil. „Vandinn okkar er nefnilega gjaldmiðillinn, einn minnsti gjaldmiðill í Evrópu, gjaldmiðill sem er eins og myllusteinn um hálsinn á okkur öllum. Við getum breytt þessu þótt við getum ekki breytt veðrinu, og við eigum að gera það.“ Alþingi Viðreisn Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. 12. júní 2024 20:24 „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08 Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
„Mánuðum saman, langtímum saman, eru stýrivextir á Íslandi þeir sömu tölu og meðalhiti í sumarmánuði. Þetta er alger sturlun. Þetta er mannanna verk,“ sagði Sigmar í ræðu sinni. Hann sagði hitann stundum fara hærra, jafnvel í 17 gráður. Sem sé einmitt sama tala og vextir á yfirdráttarlánum. Þetta væri staðan í íslenska krónu hagkerfinu. „Við erum að glíma við vaxtaokur og verðbólgu brjálæði. Vextir eru alltaf hærri hérna á Íslandi og verðbólga er alltaf hærri hér á Íslandi heldur en í nágrannalöndunum. Þetta er óréttlátt. Það er óréttlátt að íslensk heimili þurfi að borga meira en tíu prósent í vexti á sinni dýrustu fjárfestingu, sem er húsnæði. Það er staðan í dag, rúmlega tíu prósent vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum. Þetta er óréttlátt. Það er óréttlátt að við Íslendingar þurfum að borga íbúðina okkar, ungt fólk, íbúðina sína, fasteignina sína, tvisvar til þrisvar á meðan fólk í nágrannalöndunum gerir það ekki,“ sagði Sigmar á þingi í kvöld. Viðreisn einu sem vilja breyta Hann sagði sömuleiðis óréttlátt að lítil og millistór fyrirtæki búi við erfitt vaxtaumhverfi og að stærstu fyrirtækin geti labbað út úr krónuhagkerfinu. Hann sagði Viðreisn eina flokkinn sem vilji breyta þessu með því að skipta um gjaldmiðil. „Vandinn okkar er nefnilega gjaldmiðillinn, einn minnsti gjaldmiðill í Evrópu, gjaldmiðill sem er eins og myllusteinn um hálsinn á okkur öllum. Við getum breytt þessu þótt við getum ekki breytt veðrinu, og við eigum að gera það.“
Alþingi Viðreisn Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. 12. júní 2024 20:24 „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08 Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. 12. júní 2024 20:24
„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08
Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59