Hlaupadrottningin með Bs í læknisfræði: „Erfiðasta og lengsta hlaup lífs míns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 10:01 Andrea Kolbeinsdóttir sést hér eftir sigur sinn í Reykjavíkurmaraþoninu. Vísir/Hulda Margrét Andrea Kolbeinsdóttir hefur unnið ófá hlaupin á síðustu mánuðum en með fram öllum keppnunum sínum var hún líka að klára erfiðasta og lengsta hlaupið í hennar lífi. Það fór hins vegar fram utan keppnisvallarins. Andrea útskrifaðist um helgina með BS gráðu í læknisfræði. Hún segist mörgum sinnum hafa verið við það að gefast upp en hafi þraukað og það var því ánægjuleg stund hjá henni að komast í markið. Þau sem fylgjast með Andreu á samfélagsmiðlum vita að hún er vön því að hreyfa sig jafnvel mörgum sinnum á dag og hefur meira að segja náð því að keppa og fagna sigri í tveimur íþróttagreinum á sama deginum. Duglegri íþróttakonu er því erfitt að finna. Hún hafði líka nóg að gera í náminu. Andrea valdi það að mæta ekki á athöfnina á laugardaginn og hlaupa frekar upp á Esjuna í staðinn. Hún tók þá þátt í Mt. Esja Ultra hlaupinu. Andrea fagnaði þar enn einum sigrinum en hún varð fyrst í Mt. Esja Steinninn keppninni með því að vera í 25 mínútur og 31 sekúndu upp að steininum fræga. Andrea lét þó vita af því á samfélagsmiðlum að hún væri vissulega komin með BS gráðu í læknisfræði „Hljóp upp Esjuna í staðinn fyrir að mæta á athöfnina svo ég fékk ekkert skírteini. Þið verðið bara að trúa mér…en ekki treysta mér cause I’m not a doctor,“ skrifaði Andrea. Hún er búinn með þrjú ár en á eftir þrjú ár í viðbót til að verða fullgildur læknir. „En að öllu gríni slepptu var þetta nám erfiðasta og lengsta hlaup lífs míns og langaði að hætta 100 sinnum. Mjög glöð að hafa klárað og komist í mark,“ skrifaði Andrea eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins) Frjálsar íþróttir Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sjá meira
Andrea útskrifaðist um helgina með BS gráðu í læknisfræði. Hún segist mörgum sinnum hafa verið við það að gefast upp en hafi þraukað og það var því ánægjuleg stund hjá henni að komast í markið. Þau sem fylgjast með Andreu á samfélagsmiðlum vita að hún er vön því að hreyfa sig jafnvel mörgum sinnum á dag og hefur meira að segja náð því að keppa og fagna sigri í tveimur íþróttagreinum á sama deginum. Duglegri íþróttakonu er því erfitt að finna. Hún hafði líka nóg að gera í náminu. Andrea valdi það að mæta ekki á athöfnina á laugardaginn og hlaupa frekar upp á Esjuna í staðinn. Hún tók þá þátt í Mt. Esja Ultra hlaupinu. Andrea fagnaði þar enn einum sigrinum en hún varð fyrst í Mt. Esja Steinninn keppninni með því að vera í 25 mínútur og 31 sekúndu upp að steininum fræga. Andrea lét þó vita af því á samfélagsmiðlum að hún væri vissulega komin með BS gráðu í læknisfræði „Hljóp upp Esjuna í staðinn fyrir að mæta á athöfnina svo ég fékk ekkert skírteini. Þið verðið bara að trúa mér…en ekki treysta mér cause I’m not a doctor,“ skrifaði Andrea. Hún er búinn með þrjú ár en á eftir þrjú ár í viðbót til að verða fullgildur læknir. „En að öllu gríni slepptu var þetta nám erfiðasta og lengsta hlaup lífs míns og langaði að hætta 100 sinnum. Mjög glöð að hafa klárað og komist í mark,“ skrifaði Andrea eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sjá meira