Fótbolti

Liðsfélagi Hákons fluttur á sjúkra­hús

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson og Nabil Bentaleb búa sig hér undir að hefja leik ný í Evrópuleik Lille og Aston Villa,
Hákon Arnar Haraldsson og Nabil Bentaleb búa sig hér undir að hefja leik ný í Evrópuleik Lille og Aston Villa, Getty/McNulty

Nabil Bentaleb spilar með íslenska landsliðsmanninum Hákoni Arnari Haraldssyni hjá LOSC Lille í Frakklandi en félagið greindi í gærkvöldi frá skyndiveikindum kappans.

Þessi 29 ára Alsírmaður var fluttur á sjúkrahús í gær eins og kemur fram á heimasíðu Lille.

„Við munum gefa Nabil eins mikinn stuðning og okkur er fært,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Það er ekki vitað um hvernig veikindi eru að ræða.

Lille segir frá því að Bentaleb hafi veikst skyndilega á heimili sinu á þriðjudagskvöldið. Hann var í framhaldinu fluttur á sjúkrahús í borginni.

Franska félagið kallar eftir því að allir beri virðingu fyrir því að leikmaðurinn þurfi nú frið.

Alsírska knattspyrnusambandið óskar Bentaleb eins góðs bata.

Bentaleb lék á sínum tíma með Tottenham en kom til Lille á síðasta tímabili. Hann spilaði 26 deildarleiki en liðið endaði í fjórða sæti.

Bentaleb hefur spilaði 43 A-landsleiki fyrir Alsír og skoraði í þeim fimm mörk.

Liðsfélagar hans senda honum kveðjur á samfélagsmiðlum og það er hægt að taka undir það að óska Bentaleb góðs bata sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×