Viðvarandi kuldaskeið á Austurlandi í sumar Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 08:32 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að kuldi sjávar sé nú mikill. Eitt og annað skýrir það en þessi kuldakafli gæti náð langt inn í sumarið. vísir/Stöð2 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir sjóinn sjá til þess að halda Austurlandi við 4 gráðurnar og það gæti staðið langt inn í sumar. Einar ritar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni en þar veltir hann fyrir sér hitastigi á Austurlandi. Kuldinn þar skýrist að verulegu leyti af sjávarkulda sem hefur aðeins lítillega hlýnað fyrir austan í vor. Einar birtir þessa kuldalegu veðurkortamynd með pistli sínum. „Sjávarhitinn ekki nema 3 til 4 stig og frávikin eru 1 til 2 stig miðað við árstímann. Þessi kalda tunga tengist hafstraumi úr norðvestri og kallast Austur-Íslandsstraumur. Sjáum á frávikakorti ECMWF að rót þessarar tungu er í kalda pólsjónum í Austur-Grænlandsstraumnum. Á leið sinni að Melrakkasléttu og Langanesi blandast hann eitthvað heldur hlýrri og saltari sjó sem er úti fyrir Norðurlandi,“ segir Einar. Hiti, eða öllu heldur kuldi, hefur vitaskuld veruleg áhrif á lofthita austanlands. Það sést meðal annars á mælingum á Kambanesi sunnan Stöðvafjarðar. „Þar hefur hitinn haldast nokkuð stöðugur í 4°C frá því 17. júní. Svipað á Dalatanga. Fyrir austan koma því hlýir dagar á næstunni aðeins þegar sunnan og suðvestanáttin verður það ákveðin að hún nái að bægja kalda loftinu yfir sjónum úti fyrir frá. En austan- og norðaustanátt eru vissulega algengustu vindáttirnar.“ Kuldi sjávar megi rekja til meiri hafíss og útbreiðslu pólsjávar djúpt norður af landinu. Einar segir reynsluna sýna að kuldinn í sjónum gæti orðið viðvarandi á Austurlandi í allt sumar. Veður Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Einar ritar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni en þar veltir hann fyrir sér hitastigi á Austurlandi. Kuldinn þar skýrist að verulegu leyti af sjávarkulda sem hefur aðeins lítillega hlýnað fyrir austan í vor. Einar birtir þessa kuldalegu veðurkortamynd með pistli sínum. „Sjávarhitinn ekki nema 3 til 4 stig og frávikin eru 1 til 2 stig miðað við árstímann. Þessi kalda tunga tengist hafstraumi úr norðvestri og kallast Austur-Íslandsstraumur. Sjáum á frávikakorti ECMWF að rót þessarar tungu er í kalda pólsjónum í Austur-Grænlandsstraumnum. Á leið sinni að Melrakkasléttu og Langanesi blandast hann eitthvað heldur hlýrri og saltari sjó sem er úti fyrir Norðurlandi,“ segir Einar. Hiti, eða öllu heldur kuldi, hefur vitaskuld veruleg áhrif á lofthita austanlands. Það sést meðal annars á mælingum á Kambanesi sunnan Stöðvafjarðar. „Þar hefur hitinn haldast nokkuð stöðugur í 4°C frá því 17. júní. Svipað á Dalatanga. Fyrir austan koma því hlýir dagar á næstunni aðeins þegar sunnan og suðvestanáttin verður það ákveðin að hún nái að bægja kalda loftinu yfir sjónum úti fyrir frá. En austan- og norðaustanátt eru vissulega algengustu vindáttirnar.“ Kuldi sjávar megi rekja til meiri hafíss og útbreiðslu pólsjávar djúpt norður af landinu. Einar segir reynsluna sýna að kuldinn í sjónum gæti orðið viðvarandi á Austurlandi í allt sumar.
Veður Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira