Stór­meistara­jafn­tefli í Leipzig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Xavi Simons hélt hann hefði skorað sigurmarkið.
Xavi Simons hélt hann hefði skorað sigurmarkið. AP Photo/Antonio Calanni

Holland og Frakkland gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins á EM karla í fótbolta. Stig á bæði lið þýðir að þau eru jöfn í efstu tveimur sætum D-riðils að loknum tveimur leikjum.

Kylian Mbappé var ekki með Frakklandi í dag eftir að nefbrotna í fyrsta leik mótsins. Þrátt fyrir það var búist við nokkuð skemmtilegum leik en annað kom á daginn. Holland lagði rútunni og sótti lítið á meðan Frakkar fengu betri færi en tókst ekki að nýta þau.

Úr leik kvöldsins.AP Photo/Hassan Ammar

Hinn léttleikandi Xavi Simons kom boltanum í netið í síðari hálfleik með frábæru skoti eftir að Mike Maignan, markvörður Frakklands, hafði varið boltann út í teig.

Markið var dæmt af þar sem Maignan, markvörður Frakklands, gat ekki skutlað sér á eftir boltanum því hinn hollenski Denzel Dumfries stóð í vegi hans. Þar sem Dumfries var rangstæður var markið dæmt af. Hvort Maignan hefði náð boltanum er svo allt önnur saga. 

Frakkar sóttu örlítið meira undir lok leiks en á endanum var markalaust jafntefli niðurstaðan. Bæði lið því með fjögur stig í D-riðli að loknum tveimur leikjum. Austurríki kemur þar á eftir með þrjú stig á meðan Pólland er án stiga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira