„Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 21. júní 2024 21:21 Jóhann Kristinn er þjálfari Þórs/KA sem er nokkuð óvænt í toppbaráttunni sem stendur. Vilhelm/Vísi „Maður er náttúrulega rosalega ánægður með stigin þrjú og þrjú góð mörk,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarson þjálfari Þór/KA eftir 3-1 sigur gegn Fylki á VÍS vellinum í dag. Þór/KA náði inn fyrsta markinu en eftir það virtist Fylkir ná ákveðni yfirhönd á vellinum, pressuðu Þór/KA hátt og komust oft í góðar stöður. „Ég held að baslið hafi að mestu verið við sjálfar, við vorum aðeins of mikið að flýta okkur og ætluðum kannski að gera of mikið í einu. Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli eða hvað það var, við hefðum mátt vanda okkur betur. Við vorum að mörgu leiti ekki rosa líkar sjálfum okkur í þessum leik en svo var bara karakter og gæði sem komu í gegn og það var gott.“ Tvöföld skipting varð í hálfleik hjá Þór/KA þegar Hulda Ósk Jónsdóttir og Bríet Jóhannsdóttir komu inn á völlinn og áttu þær báðar mjög góðan leik. „Það er náttúrulega rosalega ógn af Huldu Ósk, ég held að eitt það leiðinlegasta sem fótboltafólk gerir er að spila á móti henni. Það opnar fyrir aðra hjá okkur og breytir oft ákveðnum hlutum í leiknum þegar hún er inn á. Við náðum að hvíla hana aðeins enda strangt leikjaprógram í gangi þessa dagana. Hún og Bríet komu mjög öflugar inn og leystu af í raun leikmenn sem höfðu staðið sig mjög vel. Við þurfum að hugsa um törnina sem framundan er og við vorum búin að ákveða þessar breytingar fyrirfram.“ Þór/KA var sterkari aðilinn í seinni hálfleik en áttu í erfiðleikum með að skora en náðu að brjóta ísinn á 71. mínútu og virtist það létta á liðinu. „Það var mjög gott að sjá boltann inni og þá fórum við líka að gera hlutina einfalt. Boltinn rann aðeins betur og við hættum að óttast aðstæður og þá gekk þetta mjög vel, kannski fyrir minn smekk vorum við full lengi að fara að gera þetta en þær finna alltaf leiðir þessar stelpur. Þær eru alveg magnaðar og maður á ekki að hafa þessar áhyggjur eins maður þóttist hafa á tímabili undir lok fyrri hálfleiks.“ Framundan er leikur gegn Val á þriðjudaginn í næstu viku, 25. júní og um toppslag að ræða. „Við erum búin að bíða eftir þessum leik síðan eftir fyrsta leikinn gegn þeim í fyrstu umferð. Það er gott tækifæri að fá að mæta þeim aftur og þá á okkar heimavelli. Nú er bara að njóta þess sem við gerðum hér í dag, í kvöld og á morgun. Síðan er það bara undirbúningur og að láta sig hlakka til Valsleiksins.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira
Þór/KA náði inn fyrsta markinu en eftir það virtist Fylkir ná ákveðni yfirhönd á vellinum, pressuðu Þór/KA hátt og komust oft í góðar stöður. „Ég held að baslið hafi að mestu verið við sjálfar, við vorum aðeins of mikið að flýta okkur og ætluðum kannski að gera of mikið í einu. Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli eða hvað það var, við hefðum mátt vanda okkur betur. Við vorum að mörgu leiti ekki rosa líkar sjálfum okkur í þessum leik en svo var bara karakter og gæði sem komu í gegn og það var gott.“ Tvöföld skipting varð í hálfleik hjá Þór/KA þegar Hulda Ósk Jónsdóttir og Bríet Jóhannsdóttir komu inn á völlinn og áttu þær báðar mjög góðan leik. „Það er náttúrulega rosalega ógn af Huldu Ósk, ég held að eitt það leiðinlegasta sem fótboltafólk gerir er að spila á móti henni. Það opnar fyrir aðra hjá okkur og breytir oft ákveðnum hlutum í leiknum þegar hún er inn á. Við náðum að hvíla hana aðeins enda strangt leikjaprógram í gangi þessa dagana. Hún og Bríet komu mjög öflugar inn og leystu af í raun leikmenn sem höfðu staðið sig mjög vel. Við þurfum að hugsa um törnina sem framundan er og við vorum búin að ákveða þessar breytingar fyrirfram.“ Þór/KA var sterkari aðilinn í seinni hálfleik en áttu í erfiðleikum með að skora en náðu að brjóta ísinn á 71. mínútu og virtist það létta á liðinu. „Það var mjög gott að sjá boltann inni og þá fórum við líka að gera hlutina einfalt. Boltinn rann aðeins betur og við hættum að óttast aðstæður og þá gekk þetta mjög vel, kannski fyrir minn smekk vorum við full lengi að fara að gera þetta en þær finna alltaf leiðir þessar stelpur. Þær eru alveg magnaðar og maður á ekki að hafa þessar áhyggjur eins maður þóttist hafa á tímabili undir lok fyrri hálfleiks.“ Framundan er leikur gegn Val á þriðjudaginn í næstu viku, 25. júní og um toppslag að ræða. „Við erum búin að bíða eftir þessum leik síðan eftir fyrsta leikinn gegn þeim í fyrstu umferð. Það er gott tækifæri að fá að mæta þeim aftur og þá á okkar heimavelli. Nú er bara að njóta þess sem við gerðum hér í dag, í kvöld og á morgun. Síðan er það bara undirbúningur og að láta sig hlakka til Valsleiksins.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira