Reese bætti met þegar hún sökkti Clark í uppgjöri nýliðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2024 11:30 Barátta Angel Reese og Caitlin Clark mun án efa halda áfram næstu árin. Emilee Chinn/Getty Images Angel Reese hafði betur gegn Caitlin Clark í því sem kalla mætti uppgjöri nýliða WNBA-deildarinnar í körfubolta. Þær tvær vöktu gríðarlega athygli í bandaríska háskólaboltanum á síðustu leiktíð og hafa haldið því áfram í upphafi leiktíðar. Segja má að 2024 árgangur WNBA-deildarinnar sé einhver sá mest spennandi frá upphafi. Vísir hefur fjallað ítarlega um uppgang Caitlin Clark og hennar ótrúlegu ár í háskólaboltanum vestanhafs en sá er gríðarlega vinsæll. Reese hefur hins vegar varið eigið orðspor og sagt að ástæðan fyrir auknu áhorfi á WNBA-deildina sé ekki eingöngu Clark að þakka heldur einnig sér sem og öðrum upprennandi stjörnum. Segja má að þrjár stjörnur hafi komið inn í deildina fyrir yfirstandandi leiktíð en Cameron Brink var valin af Los Angeles Sparks í nýliðavalinu í ár. Því miður fyrir hana, og Sparks, þá sleit Brink krossband í hné á dögunum og verður því ekki meira með það sem eftir lifir leiktíðar. Breaking: The Sparks said that Cameron Brink suffered a left torn ACL in Tuesday's game vs. the Sun.Additional details will be provided at a later date. pic.twitter.com/WBTfC0dRXe— ESPN (@espn) June 19, 2024 En að leik næturinnar, hans var beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem um var að ræða uppgjör Reese og Clark en sú fyrrnefnda stóð uppi sem meistari árið 2023 en féll úr leik gegn Clark í átta liða úrslitum á þessu ári. Það sama var upp á teningnum í nótt og til að nudda salti í sárin setti Reese met í WNBA-deildinni þegar hún nældi í sína áttundu tvöföldu tvennu í röð þegar lið hennar Chicago Sky vann eins stigs sigur á Caitlin Clark og stöllum hennar í Indiana Fever, lokatölur 88-87. Reese var stigahæst allra á vellinum með 25 stig ásamt því að taka flest fráköst allra á vellinum eða 16 talsins. Clark skoraði „aðeins“ 17 stig í liði Fever en var eini leikmaður vallarins sem komst í tveggja stafa tölu þegar kom að stoðsendingum, alls gaf hún 13 slíkar. Það stefnir ekki í að ofurstjörnurnar upprennandi verði jafn sigursælar í ár og þær voru í háskólaboltanum þar sem lið þeirra hafa ekki byrjað sérstaklega vel. Það er hins vegar gömul saga og ný þegar kemur að nýliðum, það tekur þá nær alltaf nokkur ár að gera sig gildandi í deild þeirra bestu. Körfubolti WNBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Segja má að 2024 árgangur WNBA-deildarinnar sé einhver sá mest spennandi frá upphafi. Vísir hefur fjallað ítarlega um uppgang Caitlin Clark og hennar ótrúlegu ár í háskólaboltanum vestanhafs en sá er gríðarlega vinsæll. Reese hefur hins vegar varið eigið orðspor og sagt að ástæðan fyrir auknu áhorfi á WNBA-deildina sé ekki eingöngu Clark að þakka heldur einnig sér sem og öðrum upprennandi stjörnum. Segja má að þrjár stjörnur hafi komið inn í deildina fyrir yfirstandandi leiktíð en Cameron Brink var valin af Los Angeles Sparks í nýliðavalinu í ár. Því miður fyrir hana, og Sparks, þá sleit Brink krossband í hné á dögunum og verður því ekki meira með það sem eftir lifir leiktíðar. Breaking: The Sparks said that Cameron Brink suffered a left torn ACL in Tuesday's game vs. the Sun.Additional details will be provided at a later date. pic.twitter.com/WBTfC0dRXe— ESPN (@espn) June 19, 2024 En að leik næturinnar, hans var beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem um var að ræða uppgjör Reese og Clark en sú fyrrnefnda stóð uppi sem meistari árið 2023 en féll úr leik gegn Clark í átta liða úrslitum á þessu ári. Það sama var upp á teningnum í nótt og til að nudda salti í sárin setti Reese met í WNBA-deildinni þegar hún nældi í sína áttundu tvöföldu tvennu í röð þegar lið hennar Chicago Sky vann eins stigs sigur á Caitlin Clark og stöllum hennar í Indiana Fever, lokatölur 88-87. Reese var stigahæst allra á vellinum með 25 stig ásamt því að taka flest fráköst allra á vellinum eða 16 talsins. Clark skoraði „aðeins“ 17 stig í liði Fever en var eini leikmaður vallarins sem komst í tveggja stafa tölu þegar kom að stoðsendingum, alls gaf hún 13 slíkar. Það stefnir ekki í að ofurstjörnurnar upprennandi verði jafn sigursælar í ár og þær voru í háskólaboltanum þar sem lið þeirra hafa ekki byrjað sérstaklega vel. Það er hins vegar gömul saga og ný þegar kemur að nýliðum, það tekur þá nær alltaf nokkur ár að gera sig gildandi í deild þeirra bestu.
Körfubolti WNBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira