Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu en De Ligt vill komast frá þýska félaginu Bayern Munchen.
Fyrir komuna til Bayern hafði De Ligt verið á mála hjá Juventus á Ítalíu sem og Ajax í hollensku úrvalsdeildinni þar sem að hann vakti fyrst áhuga og var valinn leikmaður tímabilsins í hollandi tvö tímabil í röð.
„Samkvæmt mínum heimildum er Manhcester United eina félagið sem hefur fengið grænt ljóst frá Mathijs de Ligt við því að hefja viðræður við Bayern Munchen. Engar viðræður eru í gangi milli umboðsmanns leikmannsins við Paris Saint-Germain eins og sakir standa. De Ligt setur Manchester United í forgang,“ segir í færslu sem að Romano birti á samfélagsmiðlinum X.
🚨 Understand Manchester United are the only club with green light from Matthijs de Ligt to proceed and advance in talks, as things stand.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 3, 2024
No talks ongoing between agent and PSG as de Ligt's giving priority to Man United.
United, negotiating with Bayern on fee/deal structure. pic.twitter.com/VP8uC6alRb
De Ligt er þessa dagana staddur með hollenska landsliðinu á EM í fótbolta í Þýskalandi. Þar er Holland komið í átta liða úrslit keppninnar og framundan viðureign gegn Tyrklandi um sæti í undanúrslitum mótsins.
De Ligt hefur vermt varamannabekk Hollands í öllum leikjum liðsins á EM og ekki fengið mínútu inn á vellinum.