Körfubolti

Luka og Giannis geta tekið Ólympíu­drauminn frá hvorum öðrum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Doncic og Giannis Antetokounmpo eru súperstjörnur í NBA deildinni og algjörir lykilmenn í sínum landsliðum.
Luka Doncic og Giannis Antetokounmpo eru súperstjörnur í NBA deildinni og algjörir lykilmenn í sínum landsliðum. Getty/ Sam Hodde

Luka Doncic og Giannis Antetokounmpo, tveir af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta, mætast með landsliðum sínum í undanúrslitum forkeppni Ólympuleikanna þar sem tap þýðir að Ólympíudraumurinn er úti.

Slóvenía og Grikkland spila um að komast í úrslitaleik um laust Ólympíusæti þar sem mótherjinn verður annað hvort Króatía eða Dóminíska lýðveldið.

Slóvenía þurfti að vinna með tíu stigum til að komast í undanúrslitaleikinn og liðið vann sannfærandi 104-78 sigur á Nýja Sjálandi. Doncic var með 36 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum.

Antetokounmpo var hvíldur þegar Grikkir unnu 93-71 sigur á Egyptalandi.

Nú er ljóst hvaða þjóðir mætast í undanúrslitunum í forkeppni Ólympíuleikanna en það má sjá hér fyrir neðan. Aðeins ein þjóð kemst á Ólympíuleikanna úr hverju undanúrslitamóti. úrslitaleikirnir fara fram á sunnudaginn.

  • Undanúrslitin í forkeppni körfubolta fyrir Ólympíuleikanna í París:
  • Keppni í Valencia á Spáni: Finnland á móti Spáni og Bahamaeyjar á móti Líbanon.
  • Keppni í Piraeus í Grikklandi: Slóvenía á móti Grikklandi og Króatía á móti Dóminíska lýðveldinu.
  • Keppni í Riga í Lettlandi: Brasilía á móti Filippseyjum og Kamerún á móti Lettlandi.
  • Keppni í San Juan í Púertó Ríkó: Litháen á móti Ítalíu og Púertó Ríkó á móti Mexíkó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×