Man. Utd bannað að kaupa varnarmann en leyft að spila Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 23:00 Manchester United spilar í Evrópudeildinni á komandi leiktíð eftir að hafa unnið enska bikarinn í vor. Getty/Eddie Keogh Fjármálaráð UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, hefur ákveðið að leyfa bæði Manchester United og Manchester City að taka þátt í Evrópukeppnum á næstu leiktíð, en bannað United að kaupa eftirsóttan varnarmann frá Nice. Óvissa um stöðu City og United stafaði af því að UEFA leyfir ekki að fleiri en eitt félag sama eiganda geti tekið þátt í sömu keppni. Fótboltarekstur United er nú í höndum Ineos sem á einnig franska félagið Nice, og eigendur City eiga einnig spænska félagið Girona. BREAKING: UEFA confirms Man Utd and Man City can play in same European competitions as sister clubs (Nice and Girona respectively) next season after "significant changes" to investments.(as reported on @TimesSport at start of June..) pic.twitter.com/Keex2rJL1U— Martyn Ziegler (@martynziegler) July 5, 2024 Fjármálaráð UEFA tilkynnti í dag að „umtalsverðar breytingar“ hefðu verið gerðar hjá Girona og Nice sem að „sannarlega heftu áhrif og ákvarðanavald eigenda“, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Þá hafa hlutabréf verið færð af óháðum vörsluaðila í sjóð sem er undir eftirliti UEFA. Til þess að sanna að United og City væru óháð Nice og Girona þurftu eigendurnir einnig að samþykkja að leikmenn færu ekki á milli félaganna frá júlí 2024 til september 2025. Þetta þýðir að United getur ekki keypt franska varnarmanninn Jean-Clair Todibo frá Nice, en hann er metinn á 40 milljónir punda. City fær hins vegar brasilíska kantmanninn Savio eins og til stóð. Hann var að láni frá Troyes til Girona en lánssamningurinn rann út 30. júní. City mun spila í Meistaradeild Evrópu fjórtánda árið í röð en Girona tekur í fyrsta sinn þátt í keppninni eftir að hafa náð 3. sæti í spænsku deildinni á síðustu leiktíð. United og Nice spila hins vegar í Evrópudeildinni eftir að Nice endaði í 5. sæti frönsku deildarinnar og United vann ensku bikarkeppnina. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Óvissa um stöðu City og United stafaði af því að UEFA leyfir ekki að fleiri en eitt félag sama eiganda geti tekið þátt í sömu keppni. Fótboltarekstur United er nú í höndum Ineos sem á einnig franska félagið Nice, og eigendur City eiga einnig spænska félagið Girona. BREAKING: UEFA confirms Man Utd and Man City can play in same European competitions as sister clubs (Nice and Girona respectively) next season after "significant changes" to investments.(as reported on @TimesSport at start of June..) pic.twitter.com/Keex2rJL1U— Martyn Ziegler (@martynziegler) July 5, 2024 Fjármálaráð UEFA tilkynnti í dag að „umtalsverðar breytingar“ hefðu verið gerðar hjá Girona og Nice sem að „sannarlega heftu áhrif og ákvarðanavald eigenda“, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Þá hafa hlutabréf verið færð af óháðum vörsluaðila í sjóð sem er undir eftirliti UEFA. Til þess að sanna að United og City væru óháð Nice og Girona þurftu eigendurnir einnig að samþykkja að leikmenn færu ekki á milli félaganna frá júlí 2024 til september 2025. Þetta þýðir að United getur ekki keypt franska varnarmanninn Jean-Clair Todibo frá Nice, en hann er metinn á 40 milljónir punda. City fær hins vegar brasilíska kantmanninn Savio eins og til stóð. Hann var að láni frá Troyes til Girona en lánssamningurinn rann út 30. júní. City mun spila í Meistaradeild Evrópu fjórtánda árið í röð en Girona tekur í fyrsta sinn þátt í keppninni eftir að hafa náð 3. sæti í spænsku deildinni á síðustu leiktíð. United og Nice spila hins vegar í Evrópudeildinni eftir að Nice endaði í 5. sæti frönsku deildarinnar og United vann ensku bikarkeppnina.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira