Freyr hélt Kortrijk í deild þeirra bestu á síðustu leiktíð en hefur síðan misst fjölda manna. Hann hefur gefið út að félagið þurfi að sækja þónokkra leikmenn ætli það sér að vera samkeppnishæft á komandi leiktíð.
Nú er markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson orðaður við félagið en hann leikur í dag með Viking í Noregi. Samkvæmt belgískum fjölmiðlum hefur Kortrijk boðið í þennan 23 ára gamla markvörð en ekki kemur fram hvort Viking hafi samþykkt tilboðið.
#KVKortrijk aast op de IJslandse doelman Patrik Gunnarsson. KVK deed een eerste bod bij het Noorse Viking voor de 23-jarige doelman. De 1,90 meter grote IJslander telt vier caps en heeft een verleden bij het Engelse Brentford. pic.twitter.com/QGRcYH6mdQ
— Vannoorden Jorunn (@VannoordenJ) July 6, 2024
Patrik Sigurður er uppalinn Bliki en gekk ungur að árum til liðs við Brentford á Englandi. Þaðan var hann lánaður til Southend United, Viborg og Silkeborg í Danmörku áður en hann samdi við Viking. Þar hefur hann verið síðan 2021 en gæti nú verið á leið til Belgíu.
Patrik Sigurður á að baki 4 A-landsleiki fyrir Ísland og 26 leiki fyrir yngri landsliðin.