Sextíu þúsund manns vilja ekki missa De Ligt til Man United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2024 11:30 Fjöldi stuðningsmanna Bayern München vill ekki missa Matthijs de Ligt frá liðinu. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Tæplega sextíu þúsund stuðningsmenn þýska stórveldisins hafa sett nöfn sín á undirskriftalista til að reyna að koma í veg fyrir að félagið selji varnarmanninn Matthijs de Ligt til Manchester United. De Ligt hefur verið sterklega orðaður við United í sumarglugganum og er Hollendingurinn sagður vilja komast frá þýska félaginu Bayern München. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að United hafi hafið viðræður við De Ligt um möguleg vistaskipti hans til félagsins. De Ligt hefur verið í herbúðum Bayern Münchern frá árinu 2022, en hefur ekki átt sjö dagana sæla og er nú orðaður frá félaginu þrátt fyrir að spila þrjátíu leiki í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. De Ligt vann sig þó betur og betur inn í byrjunarlið Bayern á síðasta tímabili, en yfirmenn hjá félaginu sögðu frá því að hann mætti yfirgefa herbúðir Bayern ef rétt tilboð myndi berast. Bayern hefur nú þegar fengið japanska miðvörðinn Hiroki Ito til liðs við sig í sumar og félagið er einnig langt komið með að næla í þýska miðvörðinn Jonathan Tah frá Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen. Því gæti verið lítið pláss fyrir Matthijs de Ligt í liðinu. 🚨🔴 Hiroki Itō to Bayern, here we go! Agreement in place with the player on five year contract, next step medical tests.Bayern trigger €30m release clause from Stuttgart for 25 year old Japanese defender.Bayern also remain in talks for Jonathan Tah. pic.twitter.com/yFps2k2GEj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2024 Stuðningsmenn Bayern eru hins vegar margir hverjir ekki hrifnir af því að missa De Ligt úr herbúðum liðsins. Sky Sports í Þýskalandi greinir nú frá því að rétt tæplega sextíu þúsund manns hafi ritað nafn sitt á undirskriftalista sem kallar eftir því að Hollendingurinn fari ekki fet. Á undiskriftalistanum segir að Matthijs de Ligt, sem enn er aðeins 24 ára gamall, sé „heimsklassa varnarmaður, líklega sá besti í liðinu“ og að hann „eigi langan og farsælan feril frammi fyrir sér“. Þá er de Ligt einnig hrósað fyrir „aðdáunarverðan þroska og hugarfar“. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Sjá meira
De Ligt hefur verið sterklega orðaður við United í sumarglugganum og er Hollendingurinn sagður vilja komast frá þýska félaginu Bayern München. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að United hafi hafið viðræður við De Ligt um möguleg vistaskipti hans til félagsins. De Ligt hefur verið í herbúðum Bayern Münchern frá árinu 2022, en hefur ekki átt sjö dagana sæla og er nú orðaður frá félaginu þrátt fyrir að spila þrjátíu leiki í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. De Ligt vann sig þó betur og betur inn í byrjunarlið Bayern á síðasta tímabili, en yfirmenn hjá félaginu sögðu frá því að hann mætti yfirgefa herbúðir Bayern ef rétt tilboð myndi berast. Bayern hefur nú þegar fengið japanska miðvörðinn Hiroki Ito til liðs við sig í sumar og félagið er einnig langt komið með að næla í þýska miðvörðinn Jonathan Tah frá Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen. Því gæti verið lítið pláss fyrir Matthijs de Ligt í liðinu. 🚨🔴 Hiroki Itō to Bayern, here we go! Agreement in place with the player on five year contract, next step medical tests.Bayern trigger €30m release clause from Stuttgart for 25 year old Japanese defender.Bayern also remain in talks for Jonathan Tah. pic.twitter.com/yFps2k2GEj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2024 Stuðningsmenn Bayern eru hins vegar margir hverjir ekki hrifnir af því að missa De Ligt úr herbúðum liðsins. Sky Sports í Þýskalandi greinir nú frá því að rétt tæplega sextíu þúsund manns hafi ritað nafn sitt á undirskriftalista sem kallar eftir því að Hollendingurinn fari ekki fet. Á undiskriftalistanum segir að Matthijs de Ligt, sem enn er aðeins 24 ára gamall, sé „heimsklassa varnarmaður, líklega sá besti í liðinu“ og að hann „eigi langan og farsælan feril frammi fyrir sér“. Þá er de Ligt einnig hrósað fyrir „aðdáunarverðan þroska og hugarfar“.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Sjá meira