Búið að afvopna neytendur Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2024 20:22 Hanna Katrín Friðriksson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Ívar Fannar Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. Í mars voru ný umdeild búvörulög samþykkt á þingi. Breytingartillagan var lögð fram af þáverandi matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, og gaf bændum undanþágu frá samkeppnislögum. Tillagan var send til atvinnuveganefndar þar sem Þórarinn Ingi Pétursson fer með formennsku. Þar sat einnig Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem nú er matvælaráðherra. Frumvarpið var gjörbreytt þegar það kom úr nefndinni og leyfði kjötafurðarstöðvum að sameinast án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Það var gagnrýnt af fjölmörgum. Nú, fjórum mánuðum eftir samþykkt nýtti fyrsta fyrirtækið sér nýju lögin. Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska. 43 prósent þess er í eigu Búsældar en Þórarinn Ingi á þar 0,6 prósenta hlut ásamt konu sinni. Þórarinn segir eignarhald sitt alltaf hafa legið fyrir. „Ég get ekki séð það með nokkru einasta móti hvernig í ósköpunum það á að vera tortryggilegt. Vissulega er ég bóndi og þekki ágætlega til en allt annað, ég vísa þeirri umræðu til föðurhúsanna,“ segir Þórarinn. Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm Hjónin eiga eftir að ákveða hvort þau selji eignarhlut sinn til KS. Eign hans hafi ekki haft áhrif á störfin. „Mér er ekki kunnugt um að þessar umræður hafi verið komnar af stað þegar við vorum að vinna frumvarpið,“ segir Þórarinn. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í atvinnuveganefnd, segir ámælisvert að félögin renni saman án skoðunar samkeppnisyfirvalda. „Það er búið að taka vopnið, ég myndi ekki segja vopnið frá Samkeppniseftirlitinu heldur það er búið að taka vopnið frá neytendum og raunverulega frá bændum því það er engin greiningarvinna á bak við þetta, hvort þetta muni verða þeim til hagsbóta,“ segir Hanna. Hún vonast til að lögin verði endurskoðuð. „Ef við ætlum að fara að kippa ákvæðum samkeppnislaga, þessu gríðarlega sterka tóli sem við eigum fyrir almenning, úr sambandi fyrir eitthvað sem er ekki endilega ágætt. Þá erum við á rangri leið,“ segir Hanna Katrín. Skagafjörður Matvælaframleiðsla Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landbúnaður Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Í mars voru ný umdeild búvörulög samþykkt á þingi. Breytingartillagan var lögð fram af þáverandi matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, og gaf bændum undanþágu frá samkeppnislögum. Tillagan var send til atvinnuveganefndar þar sem Þórarinn Ingi Pétursson fer með formennsku. Þar sat einnig Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem nú er matvælaráðherra. Frumvarpið var gjörbreytt þegar það kom úr nefndinni og leyfði kjötafurðarstöðvum að sameinast án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Það var gagnrýnt af fjölmörgum. Nú, fjórum mánuðum eftir samþykkt nýtti fyrsta fyrirtækið sér nýju lögin. Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska. 43 prósent þess er í eigu Búsældar en Þórarinn Ingi á þar 0,6 prósenta hlut ásamt konu sinni. Þórarinn segir eignarhald sitt alltaf hafa legið fyrir. „Ég get ekki séð það með nokkru einasta móti hvernig í ósköpunum það á að vera tortryggilegt. Vissulega er ég bóndi og þekki ágætlega til en allt annað, ég vísa þeirri umræðu til föðurhúsanna,“ segir Þórarinn. Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm Hjónin eiga eftir að ákveða hvort þau selji eignarhlut sinn til KS. Eign hans hafi ekki haft áhrif á störfin. „Mér er ekki kunnugt um að þessar umræður hafi verið komnar af stað þegar við vorum að vinna frumvarpið,“ segir Þórarinn. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í atvinnuveganefnd, segir ámælisvert að félögin renni saman án skoðunar samkeppnisyfirvalda. „Það er búið að taka vopnið, ég myndi ekki segja vopnið frá Samkeppniseftirlitinu heldur það er búið að taka vopnið frá neytendum og raunverulega frá bændum því það er engin greiningarvinna á bak við þetta, hvort þetta muni verða þeim til hagsbóta,“ segir Hanna. Hún vonast til að lögin verði endurskoðuð. „Ef við ætlum að fara að kippa ákvæðum samkeppnislaga, þessu gríðarlega sterka tóli sem við eigum fyrir almenning, úr sambandi fyrir eitthvað sem er ekki endilega ágætt. Þá erum við á rangri leið,“ segir Hanna Katrín.
Skagafjörður Matvælaframleiðsla Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landbúnaður Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira