Logi var á sínum stað í vinstri vængbakverðinum hjá Strømsgodset og kom hann liðinu yfir á 42. mínútu eftir undirbúning Lars-Christopher Vilsvik. Því miður tókst heimamönnum ekki að halda í forystuna þangað til í hálfleiknum en gestirnir jöfnuðu skömmu áður en liðin gengu til búningsherbergja.
Ekkert var skorað í síðari hálfleik og lauk leiknum 1-1. Logi var samkvæmt flestum miðlum sem fjölluðu um leikinn með betri mönnum vallarins, ef ekki sá besti hreinlega.
Hilmir Rafn og Júlíus voru í byrjunarliðinu hjá sínum liðum og spiluðu báðir allan leikinn. Hilmir Rafn í fremstu línu hjá Kristiansund og Júlíus í stöðu varnartengiliðs hjá gestunum. Fór það svo að Hilmir Rafn hafði betur, lokatölur 3-1.
Fredrikstad er í 5. sæti með 22 stig, Strømsgodset er sæti neðar með 19 stig og Kristiansund þar fyrir neðan með 17 stig.