Ungu framherjar Spánverja gætu báðir fengið EM-gull í afmælisgjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 12:20 Nico Williams og Lamine Yamal fagna saman marki á Evrópumótinu í Þýskalandi. Getty/Alex Grimm Spánverjar hafa verið frábærir á Evrópumótinu í Þýskalandi og þar hefur munað miklu um framlag frá tveimur ungum framherjum liðsins. Spænska liðið mætir Englandi í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld en liðið hefur unnið alla sex leiki sína á mótinu og markatalan er 13-3. Nico Williams og Lamine Yamal spila sitthvorum megin við reynsluboltann Álvaro Morata í þriggja manna framlínu spænska liðsins. Svo skemmtilega vill til að þessir ungu framherjar Spánverja gætu báðir fengið EM-gull í afmælisgjöf í kvöld. Fæddir 2002 og 2007 Nico Williams hélt nefnilega upp á 22 ára afmælið sitt á föstudaginn og sautján ára afmæli Lamine Yamal var í gær. Nico er fæddur 12. júlí 2002 en Lamal er fæddur 13. júlí 2007. Á þessu Evrópumóti er Williams með eitt mark og eina stoðsendingu en hann hefur alls skorað þrjú mörk í nítján landsleikjum. Yamal er aftur á móti með eitt mark og þrjár stoðsendingar á mótinu en þessi sautján ára strákur hefur skorað þrjú mörk í þrettán landsleikjum. Spila þeir saman hjá Barcelona? Yamal er alinn upp hjá Barcelona en Williams hjá Athletic Bilbao. Nú er mikið skrifað um það á Spáni að Barcelona ætli að gera allt í sínu valdi til þess að strákarnir spili saman í framlínu Barcelona á næstu leiktíð. Hvort að Börsungar hafi efni á því að kaupa eina af spútnikstjörnum Evrópumótsins er hins vegar allt önnur saga en góður er hann. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Spænska liðið mætir Englandi í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld en liðið hefur unnið alla sex leiki sína á mótinu og markatalan er 13-3. Nico Williams og Lamine Yamal spila sitthvorum megin við reynsluboltann Álvaro Morata í þriggja manna framlínu spænska liðsins. Svo skemmtilega vill til að þessir ungu framherjar Spánverja gætu báðir fengið EM-gull í afmælisgjöf í kvöld. Fæddir 2002 og 2007 Nico Williams hélt nefnilega upp á 22 ára afmælið sitt á föstudaginn og sautján ára afmæli Lamine Yamal var í gær. Nico er fæddur 12. júlí 2002 en Lamal er fæddur 13. júlí 2007. Á þessu Evrópumóti er Williams með eitt mark og eina stoðsendingu en hann hefur alls skorað þrjú mörk í nítján landsleikjum. Yamal er aftur á móti með eitt mark og þrjár stoðsendingar á mótinu en þessi sautján ára strákur hefur skorað þrjú mörk í þrettán landsleikjum. Spila þeir saman hjá Barcelona? Yamal er alinn upp hjá Barcelona en Williams hjá Athletic Bilbao. Nú er mikið skrifað um það á Spáni að Barcelona ætli að gera allt í sínu valdi til þess að strákarnir spili saman í framlínu Barcelona á næstu leiktíð. Hvort að Börsungar hafi efni á því að kaupa eina af spútnikstjörnum Evrópumótsins er hins vegar allt önnur saga en góður er hann. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira