Enski boltinn

Willum Þór keyptur af Birmingham fyrir metverð

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Willum Þór er dýrasti leikmaður sem nokkurt lið í League One hefur keypt.
Willum Þór er dýrasti leikmaður sem nokkurt lið í League One hefur keypt. bcfc.com

Willum Þór Willumsson hefur verið keyptur af enska félaginu Birmingham á fjórar milljónir evra. Hann kemur til félagsins frá hollenska liðinu Go Ahead Eagles og gerir fjögurra ára samning.

Birmingham spilar í League One, þriðju efstu deild Englands. Félagið er í minnihlutaeigu Tom Brady og var þjálfað af Wayne Rooney á síðasta tímabili.

Willum Þór (heilbrigðisráðherra), Willum Þór (landsliðsmaður) og Ólafur Garðarson (umboðsmaður)bcfc.com

Undir því eignarhaldi hefur félagið fjárfest í innviðum og eflt leikmannahópinn til að gera atlögu að Championship deildinni á næsta tímabili.

Willum var afar eftirsóttur eftir frábært tímabil í hollensku úrvalsdeildinni. Birmingham borgar fyrir hann fjórar milljónir evra og samkvæmt greiningu Fótbolta.Net á tölum Transfermarkt er hann dýrasti leikmaður í sögu League One.

Willum var kynntur til leiks rétt áðan með tveimur helgimyndböndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×