Innlent

For­stjóri Brimborgar á at­hyglis­verðum gestalista Höllu

Jakob Bjarnar skrifar
Forsetahjónin verðandi brostu sínu breiðasta þegar þau veittu glænýjum Volvo viðtöku hjá Brimborg á dögunum. Egill Jóhannsson forstjóri stillti sér upp á myndinni sem notuð var í auglýsingaskyni.
Forsetahjónin verðandi brostu sínu breiðasta þegar þau veittu glænýjum Volvo viðtöku hjá Brimborg á dögunum. Egill Jóhannsson forstjóri stillti sér upp á myndinni sem notuð var í auglýsingaskyni. Brimborg

Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum.

Við innsetningarathöfn Guðna Th. Jóhannesson, sem fram fór fyrir fjórum árum, eða 1. ágúst 2020, var kórónuveirufaraldurinn í algleymi og var sú athöfn því minni í sniðum en alla jafna. Aðeins 29 var þá boðið til athafnarinnar að forsetahjónunum meðtöldum. Og stólum var raðað með góðu bili. En nú er engu slíku til að dreifa og verður öllu til tjaldað.

Kvenleg orka verður ráðandi

Opinber boðslisti embættismanna, þingliðs og kirkju er fremur hefðbundinn en þar er fjöldi þeirra sem boðið er 171. Afþakkað hafa 34 og einn hefur ekki svarað boðinu.

Þá er það sérlegur boðslisti Höllu sjálfrar – Smiðjulistinn – en sá hópur horfir á af skjá þegar Halla ritar undir drengskaparheit og tekur á móti árnaðaróskum handhafa forsetavalds. Var ákveðið að gefa Höllu þetta svigrúm en svo munu hóparnir sameinast í Smiðju, sem er ný viðbygging við Alþingi og hönnuð af teiknistofunni Studio Granda, í einskonar samkvæmi eða eftirpartíi.

Fróðlegt er að renna yfir listann sem Vísir birtir í heild sinni, en þar kennir ýmissa grasa. Alls er 110 boðið, fjórir hafa ekki svarað en afþakkað hafa tíu.

Sjötíu og fimm konur er að finna á listanum, ýmis einar eða þær eru tilteknar og svo viðhengi þannig að víst er að kvenleg orka verður ráðandi í Smiðju.

Egill hjá Brimborg efstur á blaði

Athyglisvert getur reynst að renna yfir listann og sjá hvort maður þekki ekki einhverja sem nú tilheyra hinni nýju yfirstétt Íslands, verandi sérstaklega í náðinni hjá næsta forseta íslenska lýðveldisins. 

Hann er hér að neðan eins og hann kom í svari frá forsætisráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu. Hann er í stafrófsröð en svo virðist sem Agli Jóhannssyni forstjóra Brimborgar hafi verið bætt við með seinni skipunum. 

RÚV fjallar á vef sínum í dag um kaup forsetahjónanna Höllu og Björns Skúlasonar á glænýjum rafbíl af Volvo-tegund af Brimborg. Þar vísar RÚV til Facebook-færslu Brimborgar fyrir tveimur dögum þar sem athygli var vakin á kaupum verðandi forsetahjóna á spánýjum rafbíl. Færslan var ítarleg og helstu kostir bílsins tíundaðar. Egill sagði í samtali við RÚV myndbirtingar sem þessar algengar, leyfi hefði fengist hjá hjónunum og sagði þau hafa fengið sérkjör eins og aðrir langtímaviðskiptavinir.

Hann sæi ekkert athugavert við myndbirtinguna. Athygli vekur að færslan er ekki lengur í birtingu hjá Brimborg. 

Þetta kom upphaflega fram á Facebook-síðu Brimborgar en nú er búið að fjarlægja þá mynd. Egill sagði af því tilefni það algengt að myndir af viðskiptavinum birtist á Facebook-síðunni en hann sagði að bílaviðskiptin væru einkamál þeirra sem í hlut áttu. 

Egill sagði síðar í dag í samtali við Mbl hafa þekkt Höllu og Björn í mörg ár, en bara sem kunningja. Hann er þó á meðal útvalinna sem Halla býður á innsetningarathöfnina.

Ekki náðist í Egil vegna þessa við vinnslu fréttarinnar. Þá hefur ekki náðst í Höllu vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra ef og þegar þau berast.

Gestalistann má sjá hér að neðan.

  • Egill Jóhannsson
  • Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson
  • Aldís Pálsdóttir
  • Andri Þór Guðmundsson og Marína Magnúsdóttir
  • Ari Hálfdán Aðalgeirsson og Tinna Eir Kjærbo
  • Arndís Sigurgeirsdóttir og Bára Kristinsdóttir
  • Auður Björk Guðmundsdóttir og Ægir Birgisson
  • Ásdís Kristins og Svanur
  • Auði Ólafsdóttur
  • Baldvin Valdimarsson og Laufey Hauksdóttir
  • Berglind Björk Jónsdóttir
  • Birgir Sigfússon og Sara Lind Þrúðardóttir
  • Birgir Tryggvason og Vigdís Jóhannsdóttir
  • Björn Gíslason og Karólína Gunnarsdóttir
  • Birna Jónsdóttir og Sigfús Kárason
  • Birna Ósk Einarsdóttir
  • Björg Ingadóttir
  • Björk Þórarinsdóttir
  • Dista Friðbjarnardóttir
  • Edda Hermannsdóttir og Ríkharður Daðason
  • Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Andri Heiðar
  • Eyþór Guðjónsson og Þóra
  • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir
  • Guðfinna Bjarnadóttir
  • Guðmundur Kristjánsson
  • Gullveig Theresa
  • Hafdís Bjarnadóttir og Friðrikka Sigurðardóttir
  • Haraldur Jónsson
  • Helga Ragnheiður Stefánsdóttir
  • Hörður Arnarson og Guðný Hallgrímsdóttir
  • Hilmar Kjartansson og Svava
  • Hjördís Sigurðardóttir og Sveinbjörn
  • Hrefna Sigurfinnsdóttir
  • Hreggviður Jónsson og Hlín Sverrisdóttir
  • Hrund Rudólfs
  • Hrönn Ríkharðsdóttir
  • Huld Konráðsdóttir
  • Hulda Bjarnadóttir
  • Hanna Lára Helgadóttir
  • Harpa Káradóttir
  • Ingveldur María Hjartardóttir
  • Jasmina Vajzovicc
  • Jenný Stefánía Jensdóttir
  • Jensína Böðvarsdóttir
  • Jóhann Eyvindarson
  • Jóhann Hjartarson og Jónína Ingvadóttir
  • Jóhanna og Jónína Waagfjörð
  • Jóhanna Pálsdóttir
  • Jón Björnsson og Lovísa
  • Jón Diðrik Jónsson og Jóna Þorvaldsdóttir
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir
  • Kolbrún Hrund Víðisdóttir
  • Kristín Magnúsdóttir
  • Kristín Pétursdóttir
  • Kristján Gíslason
  • Kristjan Jóhannesson og Sigurjóna Sverrisdóttir
  • Kristjana Björk Barðdal
  • Kristmann Magnússon og Hjördís Magnúsdóttir
  • Kristmundur Carter og Stefanía Ólöf
  • Linda Björk Ólafsdóttir og bogi Þór Siguroddsson
  • Magnea Þórey Hjálmarsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson
  • Magnús Ingi Óskarsson
  • Margrét Dagmar Ericsdóttir og Þorsteinn
  • Margrét Íris Ármann
  • Margrét Kristmannsdóttir
  • Margrét Pála Ólafsdóttir
  • Margrét Sanders
  • María Ellingssen
  • María Maríusdóttir
  • María Másdóttir
  • Matthildur Sigurðardóttir
  • Marta Guðjónsdóttir
  • Októ Einarsson
  • Ólafía Rafns
  • Ólöf Salmon Guðmundsdóttir
  • Páll Þórhallsson
  • Pétur Sigurðsson
  • Pétur Þór Halldórsson
  • Ragnheiður Aradóttir
  • Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Arnór Víkingsson
  • Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Daði Runólfsson
  • Ragnhildur Guðjónsdóttir
  • Rakel Olsen
  • Rannveig Grétarsdóttir
  • Rannveig Guðmundsdóttir og Sverrir Jónsson
  • Reynir Grétarsson
  • Sigrún Ragna Ólafsdóttir
  • Sigrún Traustadóttir
  • Sigurborg Arnarsdóttir og Helga Ólafsson
  • Sigurður Valtýsson og Berglind
  • Sigurjón Friðjónsson
  • Sigurjón Sighvats og Sigríður
  • Sigurlaug Jóhannsdóttir
  • Sigþrúður Ármann
  • Sólrún Smáradóttir
  • Sveinn Andri Sveinsson
  • Thor Ólafsson og Svava Björk Hjaltalín
  • Una Steinsdóttir
  • Valdís Arnarsdóttir og Guðmundur Hrafnkelsson
  • Vigdís og Gerald Hasler
  • Vilborg Gunnarsdóttir
  • Ýr Gunnlaugsdóttir
  • Þóra Gunnarsdóttir
  • Þórunn Anna Karlsdóttir og Vilhjálmur Andri Kjartansson
  • Þóranna Jónsdóttir
  • Þráinn Farestveit og Ólöf
  • Amna Hasecic
  • Anna Birna Jensdóttir
  • Anna Traustadóttir


Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×