Fótbolti

Skaga­menn endur­heimta Hauk á láni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukur Andri er mættur aftur til ÍA.
Haukur Andri er mættur aftur til ÍA. Vísir/Ívar Fannar

Haukur Andri Haraldsson er genginn til liðs við ÍA þar sem hann mun leika á láni í Bestu-deild karla í knattspyrnu.

Haukur kemur á láni til ÍA frá Lille þar sem hann hefur verið frá því á síðasta ári. Hann skrifar undir eins árs lánssamning við Skagamenn.

Haukur er 19 ára gamall og uppalinn hjá ÍA, en lék tuttugu leiki með unglingaliði Lille á síðasta tímabili þar sem hann kom að átta mörkum.

Hann er þó ekki á leið heim fyrir fullt og allt því á sama tíma skrifaði Haukur einnig undir framlengingu á samningi sínum við Lille. Nýi samningurinn gildir til ársins 2027.

Haukur mun veita Skagamönnum liðsstyrk í baráttu þeirra um Evrópusæti, en liðið situr í fimmta sæti Bestu-deildarinnar með 24 stig eftir 15 leiki. Áður en Haukur hélt út í atvinnumennsku lék hann 27 leiki fyrir ÍA og skoraði í þeim þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×