Enski boltinn

Hummels í ensku úrvalsdeildina?

Valur Páll Eiríksson skrifar
Síðasti leikur Hummels í gulu treyjunni var í úrslitum Meistaradeildarinnar í júní.
Síðasti leikur Hummels í gulu treyjunni var í úrslitum Meistaradeildarinnar í júní. Getty

Miðvörðurinn reyndi Mats Hummels gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina. Hann er án félags í kjölfar þess að samningur hans við Borussia Dortmund rann út í sumar.

Hummels er 35 ára gamall og ef marka má breska fjölmiðla hefur hann ekki útilokað að knattspyrnuskórnir fari hreinlega á hilluna í sumar. Brighton er sagt vera í sambandi við Hummels en nýr þjálfari liðsins, Þjóðverjinn Fabian Hurzeler, er sagður vilja reynsluna sem landi hans býr yfir í sinn hóp.

Hurzeler varð yngsti þjálfari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann tók við þjálfarastarfinu hjá Brighton af Robert De Zerbi. Hann er 31 árs gamall og kemur frá St. Pauli sem hann stýrði upp úr þýsku B-deildinni í fyrra.

West Ham United er einnig sagt áhugasamt um Hummels sem er með mál sín til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×