Fótbolti

Fimmta Ólympíugull Banda­ríkja­kvenna í hús

Siggeir Ævarsson skrifar
Mallory Swanson fagnar marki sínu í dag
Mallory Swanson fagnar marki sínu í dag vísir/Getty

Bandaríkin eru Ólympíumeistarar kvenna í knattspyrnu eftir að liðið lagði Brasilíu í úrslitleik nú rétt í þessu, 1-0. Liðið vann alla leiki sína á leikunum í ár.

Eina mark leiksins kom á 57. mínútu og var þar að verki Mallory Swanson. Brasilía setti mikla pressu á bandaríska liðið undir lokin en þær vörðust vel og þá átti Alyssa Naeher nokkrar lykilmarkvörslur, þar af eina úr dauðafæri í uppbótartíma.

Alyssa Naeher átti frábæran leik í marki Bandaríkjannavísir/Getty

Þetta er í fimmta sinn sem bandaríska liðið vinnur til gullverðlauna á Ólympíuleikunum og hefur liðið unnið fimm af átta úrslitaleikjum leikanna frá upphafi, en fyrst var keppt í kvennaknattspyrnu á leiknum 1996. 

Brasilía hefur ekki enn náð að sækja gullið en þetta var þriðji úrslitaleikurinn sem liðið tapar og jafnframt sá þriðji á móti Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×